| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Víst er svalt í veðri hér

Bein slóð að efni


Tildrög

Að réttinni við Galtará á Eyvindarstaðaheiði var smalað til rúnings fyrr á árum fé því sem slapp til heiða gegnum girðingar á hálsinum, sem voru sumar hverjar orðnar allrosknar og fjáreigendur gerðu þá vorsmölun og vöktu nóttina eftir við að rýja kindur sínar og stundum annarra, þeirra sem ekki höfðu komist á vettvang. Vísan er trúlega kveðin á einhverjum slíkum rúningsdegi.
Víst er svalt í veðri hér
vafið allt í snjánum
því við Galtarána er
ýmsum kalt á tánum.