Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

46 ljóð
17547 lausavísur
1319 höfundar
134 heimildir

Vísnavefur Skagfirðinga

Umsjón: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Vísnavefur Skagfirðinga

Frekari upplýsingar um vísnahöfundana eða tildrög vísna eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við starfsfólk Héraðsskjalasafns Skagfirðinga í netfanginu skjalasafn[hjá]skagafjordur.is.
Meira ...

Nýjustu skráningarnar

13. dec ’22
13. dec ’22
7. jul ’21
7. jul ’21

Vísa af handahófi

Kom ég inn á kvennaþing.
Kanna hópinn glaða.
Þær eru orðnar uppfylling
allra móðins blaða.

Allt er málað andlitið.
Engin hrukka á skinni.
Skankar af hári á heljarlið
hanga á guðsmyndinni.

Þið munið finna ástaryl
á æðri manna þingum.
Svona gripir get ég til
geðjist uppskafningum.

Krenkja holdið hvergi má
klæðnaðurinn þykkur.
Landspítalinn lifir á
leifunum af ykkur.

Ó þú silkisokka víf
síst mót gæfu spyrnir.
Grisjuð blússa um brjóst og líf.
Berir handleggirnir.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum