| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Enn mank bǫl þats brunnu


Tildrög

Gissur kvað vísu þessa eftir Flugumýrarbrennu aðfararnótt 22. október 1253. Gissur missti þar konu sína, Gró, og syni þrjá, Ísleif, Kolbein og Hall, en komst sjálfur nauðuglega úr eldinum með því að fela sig í sýrukeri.

Skýringar

Samantekt: 

Enn mank bǫl þats brunnu
bauga Hlín ok mínir þrír synir inni,
skaði minn kennir mér minni –
sjá brjótr sverðs lifir við sútir;
glaðr munat Gǫndlar rǫðla
gnýskerðandi verða,
nema hefndir verði.


Útlegging:
Enn man eg það böl er (bauga Hlín) kona mín
og þrír synir brunnu inni. Skaðinn fellur mér ekki
úr minni. (Sjá) Þessi  (brjótr sverðs) hermaður býr við
(sútir) harm. (Göndlar röðla gnýskerðandi) Hermaðurinn, þ.e. Gissur,
mun ekki verða glaður nema honum takist að hefna.
Enn mank bǫl þats brunnu
bauga Hlín ok mínir,
– skaði kennir mér minni
minn –, þrír synir inni;
glaðr munat Gǫndlar rǫðla
gnýskerðandi verða,
– brjótr lifir sjá við sútir
sverðs –, nema hefndir verði.