Fjeldsted hefur fundið ráð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjeldsted hefur fundið ráð

Fyrsta ljóðlína:Fjeldsted hefur fundið ráð
Höfundur:Gunnar Pálsson
Heimild:Andvari.
bls.38. árgangur 1913, bls. 80
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) aaaaaaaa
Viðm.ártal:≈ 1775

Skýringar

Þorkell Fjeldsteds (stiftamtmaður í Þrándheimi?) stakk upp á því í ritlingi um verslunina að Íslendingar skyldu að nokkru fluttir til Jótlandsheiða, Ísland numið af nýju, líklega af Grænlendingum, Löppum og Dönum, og þar innleidd danska en íslenska lögð niður.
1.
Fjeldsted hefir fundið ráð,
sem frægt mun verða í lengd og bráð,
medalíu með því náð,
mikillega er slíkt að gáð.
Forn vor tunga finst af máð,
fólkið blandið, lúrað, þjáð.
Mun ei slíkt fyrir Mammon skráð
og maklegt aptur spott og háð?
eða: morði næst um fósturláð?
2.
Fjeldsted hefir fundið ráð, —
fræð þú mig, af hverjum sáð? —
og hraður því um heiminn stráð
með hrósi þess, sem skyldi smáð.
Ef þú kemst á ísaláð,
elst hér tunga verður hrjáð,
ágirnd nóg, en þjóðin þjáð,
og þar um síðan mart orð skráð.