Áns rímur bogsveigis – sjöunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 7

Áns rímur bogsveigis – sjöunda ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Margan heyrði eg meina opt til minna fræða
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Margan heyrði eg meina opt til minna fræða
eigna mest til afmors kvæða
ekki skylldi hann þetta ræða.
2.
Eigi nennig Eddu klifun í orðum hylja
gleðinnar brögð fyrir gumnum dylja
gaman er ekki myrkt að þylja.
3.
Sinna heyrig sorga menn um sætur Njarðar
helld eg á meðal himins og jarðar
hilldar stjörnu bríma fjarðar.
4.
Hvað er kyn þott kynna eg slíkt í kvæðum mæla
þetta snertur snauða og sæla
snótir á með blíðu tæla.
5.
Vakta skal eg þó vífin alldri vili mig náða
listar orð um lindi þráða
og láta öngan þessu ráða.
6.
Sætu ber eg hið sjaunda virtur Svölnis krúsa
Erpur flutti Án til húsa
út kom vífið dygðar fúa.
7.
Því berr lyddan líkið heim að leita oss nauða
birt upp helldur bríma enn rauða
bóndi vór er kominn að dauða.
8.
Hun kvezt Áni alla skylldu umbúð veita
kvinnan býr til kerlaug heita
kappann smyrr í bjartar sveita.
9.
Kerling frá eg kappann Án í kotinu græði
sárin gróa en sjatnar mæði
sjá þau hjón um þetta bæði.
10.
Málma verður meiðir heill þótt misjafnt láti
Erpur flutti enn orða káti
Án til lands á sínum báti.
11.
Erpur gef eg þér eyna í valld fyrir ombón þína
brúði sendi brjótur hlína
eð brennda gull fyrir lækning sína.
12.
Heðan af vil eg þér heita því kvað hristir sverða
þið skulið alldri vóluð verða
ef veita má það fleygi gerða.
13.
Kall fór síðan kátur heim af kappans fundi
ölldin móti Áni dundi
upp frá eg hefja brún á sprundi.
14.
Fólkið tók að fagna allt með fallda selju
þóttust kappann heimta úr helju
hann tók þegar við Rindar elju.
15.
Bær var allur brotinn í sundur bauga reiðar
smíðað höfðu mála meiðar
miklu fekk hann komið til leiðar.
16.
Án lét þá til allra smíða efni fengið
lagði þar til lýða mengið
lausa feit er af höndum gengið.
17.
Þá frá eg vitja skógs og skála skjallda spilli
þann hefir Gáran átt enn illi
alldri varð hann fjár í milli.
18.
Fjárhlut þenna flutti hann heim á fjöldi hesta
Jórunn geymir auð enn mesta
ekki þarf nú silfr að bresta.
19.
Ingjalld spyrr að Án er lífs og afreks verka
þá tók hilmis hirð að lerka
hefr hann á sér vörðu sterka.
20.
Án var staddur út um kvelld sem opt er vandi
þá sá reyk af rótar grandi
reyk í ey þá næst er landi.
21.
Kemr í hug að komnar væri kóngsins dróttir
ellegar mundi sauðir sóttir
seggrinn á þar fjárins nóttir.
22.
Kappinn frá eg með esping einn til eyjar vitja
eyðir lítur ofnis fitja
ungan mann í skógi sitja.
23.
Kappinn hafði kveikt upp elld í katli að sjóða
gjörir hann ekki gestum bjóða
gullegt hár en kinnin rjóða.
24.
Silfurdisk hefir seggr á knjám er sveiginn bendi
stóran kníf í hægri hendi
halrinn ekki garpinn kenndi.
25.
Kappinn gjörir með knífi slátr úr katli færa
líms var ekki lítil snæra
liggur hjá honum höfuð og gæra.
26.
Án tók síðan boga og brodd er búin var fæða
kappinn fór til kost að snæða
komna mann vill bóndinn hræða.
27.
Sterkri ör nam stála Týr í stykki að skjóta
það varð ofan í ösku að hrjóta
ekki mátti hann þessa njóta.
28.
Kappinn sat nú kyrr sem áðr að kostar iðju
silfurdiskinn sundr í miðju
seggrinn skaut og tók enu þriðju.
29.
Ekki gjörir sér ungi mann við örum að hlífa
hilldar tók só hagl að drífa
hraut af streng en þriðja fífa.
30.
Kappinn hfæði kólfi þeim í knífsins skepti
sprakk í sundr eð harða hepti
hinn stóð upp og blaðinu sleppti.
31.
Þessi maðr er þrár að spilla þingum mínum
glóprinn mætti galinn í pínum
gjallda þess á kroppi sínum.
32.
Bendi síðan boga sinn upp með brögð og snilli
Án vill forðast örva spilli
eikina lét hann þeirra í milli.
33.
Broddar horfðu að beltis stað og brjósti miðju
augað hefr hann ætlað þriðju
allar stóðu í skógar viðju.
34.
Drengrinn mælti dygðar snarpur dals við sveigi
nú stóð ekki nær hinn feigi
naustu þess eg sá þig eigi.
35.
Þeim mun ráð að sýna sig er sendi skeyti
garpar bið eg að glímu þreyti
glaðir og sinnar orku neyti.
36.
Síðan gengur Án frá eik um aptan tíma
bauga Týr lést búinn að stíma
býður fang og töku að glíma.
37.
Rammlega sækir tjörgu Týr enn takna langi
uppi hafa þeir allt á gangi
Áni þótti hann mikill í fangi.
38.
Só var þessi fimur til fangs fóta og handa
gervöll náði beitir branda
brögðin Áns af sér að standa.
39.
Lítt frá eg þessir listarmenn að leikinn kyrri
kappið frá eg að þeygi þyrri
þá varð Án að hvílast fyrri.
40.
Án réð spyrja enn unga mann að ætt og heiti
Þórir nefnist þegninn teiti
þunglega frá eg hann ansvör veiti.
41.
Mjög var þessi maðrinn tregr af máli svífu
síðan nefndi fleygir fífu
föður sinn Án en móður Drífu.
42.
Nú vil eg heyranafn þitt brjótur nöðru valla
Ingjalld kóngur Úlf lét falla
Án bogsveigir réð mig kalla.
43.
Muntu að sönnu marks góðs Án kvað meiðir eikar
sauð þinn fekk eg soðið til steikar
svarfast hafa nú með okkur leikar.
44.
Hvað hefir þú til merkja mest að megir þú inna
ef þú mættir föður þinn finna
og fræða að slíku garpinn svinna.
45.
Ungi mann kvað eigi skylldi á því neina
kappinn tók þá hringinn hreina
hraustr og sýndi meiði fleina.
46.
Sjá skal dæmast sannur vóttur sögunnar minnar
gerðar minntist seggrinn sinnar
sönn eru merki ættar þinnar.
47.
Síðan var þar fagna fundur feðga á milli
vaskan spurði hann vópna spilli
vartu alldri senn af stilli.
48.
Öðling trúeg að önga vissu af mér bæri
só var eg fæddr af frændum næri
flestir sögðu að meyja væri.
49.
Dögling trúði að dóttur fæddi dregla nauma
það upp fyrir kónginn auma
kynni eg fátt nema læra sauma.
50.
Kappar reru að kvelldi heim og kvómu að ranni
feðgum báðum fagnar svanni
fréttir þegar að komna manni.
51.
Eyðir sagði ungu vífi ellda hrannar
arfi væri hann Áns og Fannar
afreksmaðrinn þetta sannar.
52.
Ekki reikna eg afnáms fé í arfa slíkum
einum bónda allvel ríkum
afburð hefir af sínum líkum.
53.
Þér er lauka langt til hnés kvað Lofn en teita
fyrir það skaltu háleggur heita
hvða er eg kann þér fleira að veita.
54.
Hvað skal gefa mér heiti með að Herjans fulli
hun tók rós af rauðu gulli
réttir þegar að fleina Ulli.
55.
Þórir dvaldist þenna vetur þar með náðum
unz um vór að virða ráðum
var þá tal með feðgum báðum.
56.
Verður hér ekki vist þín lengur veifir eggja
nema þú vilir þá leigu á leggja
lyndið bæti okkart beggja.
57.
Veit eg ei hvað verða skal mín vistar leiga
nema þig girni gullhring eiga
gaftu fyrri þellu veiga.
58.
Heldur vil eg þig hjörva brjótur heiman senda
só þú megir þinn sveiginn benda
sorgum vórum koma til enda.
59.
Eg vil frændi fá þér skip þú farir úr landi
tak þinn skjölld með skygðum brandi
skatnar mínir hjá þér standi.
60.
Síðan tók hann sverðið Þegn og sýndi Þóri
þá stökk hagl af hvarma kóri
hjartað minntist tregi hinn stóri.
61.
Hér er sá brandur bróður míns í brjóstið renndi
þá mér lofðung líkið sendi
laufann fel eg nú þér á hendi.
62.
Fel eg það upp á frækleik þinn og fullan vanda
oddinn láttu eyðir branda
Ingjallds kóngs í brjósti standa.
63.
Heittu mér að hefna þíns ens hoska nafna
öðling þann fyrir úlf og hrafna
öltir láttu brytja enn skafna.
64.
Elligar skaltu alldri mér fyrir augu ganga
nema þú heyir þann leikinn langa
að lofðung megi sinn dauðann fanga.
65.
Alldri verður auðið mér á öðling hefna
þú munt vórar nauðir nefna
næri kóngsins lífi stefna.
66.
Síðan taktu úr buðlungs bý og brjót upp lása
hoska mey þá heitir Ása
hermenn skulu í lúðra blása.
67.
Kóngi greið þú eð arma jóð er átti Lóður
sætu gjaltu son fyrir bróður
síðan tak þinn fóstra og móður.
68.
Þórir játar þegar í stað til þessa hætta
barni hefir nú bent til ætta
bannar Án að getið sé sætta.
69.
Frægðar drengur frá eg að ekki fyrir sér vafði
langskip eitt úr landi hafði
liðsmenn á sem nauðsyn krafði.
70.
Hraustur frá eg að hjálma Týr í hernað vendi
eina drap hann en öðrum rendi
elldrinn frá eg að margan brenndi.
71.
Reyvörum þeim sem ræntu lýð varð rekkr að grandi
úthlaups þjóð með örum og brandi
eigna mest á Hálogalandi.
72.
Eina rómu átti hann í Ægisfirði
sjá var nefndur Sámr enn stirði
sókti í móti fleina hirði.
73.
Þórir upp að þegnum hleypr á þilju varga
drepr hann af þeim drengi marga
dugði hvórki skjölldur né tjarga.
74.
Seggrinn vegur með sverði framm á siglu prámi
Þórir hleypur þegar að Sámi
það varð honum að ævinámi.
75.
Brandinn rekr á berserks háls er bíta þorði
það var höggið haft að orði
höfuðið stökkur út af borði.
76.
Þegnar gengu Þóri á hönd en það skal greina
skötnum stýrði skelfir fleina
skeiður hefr hann þrjár og eina.
77.
Býzt hann nú til Bjarmalands með brögnum herja
allt á milli skógs og skerja
skatnar eiga sitt land að verja.
78.
Þá hjelt síðan sumarið líður seggrinn trausti
þar sem ýtar náðu nausti
Naumudalur var fyrir að hausti.
79.
Þegnar hlupu þegar á land eð Þórir unna
byrgist aptur bragða tunna
bögurnar Áns skal engi kunna.