Áns rímur bogsveigis – sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 6

Áns rímur bogsveigis – sjötta ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Kvinnur geymdu kvæða öl
Bragarháttur:Úrkast – óbreytt
Bragarháttur:Dverghent – óbreytt eða dverghenda
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
Þegar ríman var samin var litið á úrkast og dverghendu sem sama háttinn og því eru þeir hvor innan um annan í frjálsri dreifingu.
1.
Kvinnur geymdu kvæða öl
í kjallara löngum
þar var durnis dróttum völ
á drykkju löngum.
2.
Skálldin til með skilnings mennt
sem skjótast runnu
þar sem Meila miði var rennt
af mærðar tunnu.
3.
Fullar könnur fengu þeir
af Fjölnis gilldi
annar fekk þar mælsku meir
og mjög sem villdi.
4.
Allt var upp með öllu skenkt
eð eg kom þar
kvæða fann eg kvartel eitt
eð kastað var.
5.
Burtu hafa þeir blíðu meiskr
borið með kappi
harms var eptir berminn beiskr
böls á tappi.
6.
Loksins fekk ég lítið horn
af lagarins minni
hatast því við mér hringa norn
í hverju sinni.
7.
Fræða meistarar fengu virtr
af grygðar stundum
þeim var allur bragrinn birtr
af blíðum sprundum.
8.
Þeir skulu tala um tvinna Ristr
tíginbornar
eg mun berja bölvi nistr
um bögurnar fornar.
9.
Þar skal eð sétta Svölnis flaustr
færa þegnum
lofðung sendi líkið austr
og lagið í gegnum.
10.
Án hefir látið eina nátt
só illa í svefni
drengrinn sagði dregla gátt
af drauma efni.
11.
Bróður minn sá eg blóðgan hér
að bænum ganga
því ber eg hrygð í hjarta mér
só harða og langa.
12.
Kóngs mun birtast kyndugskapr
og kappar stórir
því mér sýndist drengrinnd apr
drepinn mun Þórir.
13.
Þegar um morgun maðrinn þýði
mönnum safnar
þenna dag hefir lofðungs lýðr
lagið til hafna.
14.
Fljóta lét hann ferjur tvær
í fríðu leyni
drengrinn trúeg og dróttir þær
að drauma reyni.
15.
Bragnar gengu að bænum heim
en birtu smán
fagnar ekki fólkið þeim
þeir fundu hann Án.
16.
Þengils mæltu þá við grand
þegnar fróðir
kappinn er hér kominn við land
þinn kæri bróðir.
17.
Halrinn vill þig hitta brátt
er hölda sendi
hann erl ystr að leita um sátt
af lofðungs hendi.
18.
Næsta legg eg nokkurn grun
til nýrra sagna
sjalldan hefir hann metið þess mun
en mér að fagna.
19.
Án gekk burt við efnin slík
og ofan á sand
þegnar báru Þóris lík
í þessu á land.
20.
Fyrðar lögðu fleina sæki
í fjöruna niðr
síðan báðu seggrinn tæki
sending viðr.
21.
Þessa frá eg við þrútinn spreng
að þegninn lysti
kraup hann niðr að dýrum dreng
og dauðan kyssti.
22.
Þann veg mælti í þrautum Án
við Þóris lík
nú er það sýnt og var þess ván
um verkin slík.
23.
Tállaust hefir þú trúskaps þíns
frá tiggja golldið
þó hefir myklu þrjózka mín
um þetta ollið.
24.
Sverðið burt úr sári skerr
með sorgar klúta
listar maðrinn líkið berr
í lágan skúta.
25.
Ánn hljóp síðan út á skeið
að öðlings mönnum
skjóminn þegar að skötnum reið
só skall í tönnum.
26.
Þá kom Grímr og garpa ferð
á góðri ferju
bragnar kóngsins brjóta upp sverð
og búast við verju.
27.
Litu þeir alldri líka hans
hjá lýða mengi
sókti einn að sextigi manns
með sverði lengi.
28.
Rammlega frá eg að róðrar gammr
rekka meiði
Án bgsveigir aptr og framm
með ógna reiði.
29.
Syngja lét hann sverðið Þegn
og sundrar gerðar
kóngsins lið með kapp og megn
er klofið í herðar.
30.
Frændi kóngs er Friðgeir nefndr
er fyrir þeim var
eigi er lítill leikrinn stefndr
á lægis mar.
31.
Svó var buðlungs bróður kundr
búinn til stíms
hrottann reiðir hringa lundr
og hjó til Gríms.
32.
Kálfa niðr úr knésbót skerr
á kesju gæti
hælbein allt með holldi ferr
á hægra fæti.
33.
Grímur leggr í gegnum hann
að geira morði
skýfði í sundur skjölldungs mann
við skeiðar borði.
34.
Margur varð þá mikla smán
og meizl að þiggja
er þeir ganga Grímr og Án
að görpum tiggja.
35.
Öðlings herrinn einkis friðar
af Áni vænti
helming drepr hann lofðungs lið
og lífi rænti.
36.
Sá var efstur endir kífs
eð ymr í strengjum
engi mann stóð eptir lífs
af öðlings drengjum.
37.
Lézt sá allr í fleina flug
flokkrinn stóri
Grímr og Án með grimman hug
þeir greptu Þóri.
38.
Lögðu í hauginn langa skeið
og lypting tjallda
bragnar létu bauga meið
á brandi hallda.
39.
Siklings garpar sátu um borð
er sárir vóru
bragnar tóku að byrgja storð
og burtu fóru.
40.
Án lét síðan erfi drekka
eptir Þóri
mála þiggr enn missti ekka
múgrinn stóri.
41.
Síðan verður Grímur græddr
af greypu sári
Ingjalld spurði angri mæddr
af ýta fári.
42.
Millding safnar miklu liði
til móts við Án
skatnar hrundu skipum á sjá
með skjölldinn blán.
43.
Ýta lið nam Án að vekja
á einum morni
þegar vill drengrinn drauma reka
enn dæma forni.
44.
Vær munum þurfa að verja oss enn
fyrir virðum nógum
hér munu nokkur niflungs menn
í nándir skógum.
45.
Ánn hjó þá með öxi í sundr
ás í miðju
vópnin telgir vella lundr
vanr í smiðju.
46.
Síðan gjörir hann handar halld
á hvórum enda
þeim mun nógu niflungs valldi
nærri lenda.
47.
Grímur tók nú geysi prúðr
glaður við ási
síðan frá eg að lofðungs lýðr
í lúðra blási.
48.
Ánn stökk síðan út í hring
með afrek sönnum
byrt er allt um bæinn í kring
af buðlungs mönnum.
49.
Grímur gengur Áni næst
og ásinn reiddi
fleina él var furðu hvasst
en fólkið meiddi.
50.
Án lét marga öðlings beima
fyrir ási hníga
sextigi hefr hann sjálfur heima
seggi víga.
51.
Heima menn þeir hlaupa út
með heiðri dugðu
margur fekk þar sára sút
af sverðum brugðum.
52.
Fjölda manns hefir fylkis lýðr
fellt af Áni
bragna klýfr en búka rýðr
brandrinn fráni.
53.
Klæði báru konur á sverð
fyrir kóngsins mönnum
drósir tóku að duga með ferð
og drengskap sönnum.
54.
Stillir lítur stála rjóð
er stóð við fátt
Ingjalld kóngur eggjar þjóð
og æpti hátt.
55.
Höldar skjótt þeir hefni smán
höggi og leggi
drepi þér skjótt enn illa Án
og alla hans seggi.
56.
Grímr og Án í gegnum lið
með grimmleik óðu
engi þeirra afli við
með öllu stóðu.
57.
Bragnar fengu bana enn langa
brakar í leggjum
þar þeir létu lurkinn ganga
lofðungs seggjum.
58.
Eigi þarf það ljóða um lengra
eð lýðum grandar
átta tigir fóru öðlings drengir
ofan til strandar.
59.
Mikið er þetta manna lát
eð margir hníga
fyrðar út á fleyti bát
í fjörunni stíga.
60.
Kóngi þótti villdast veiðr
í vópna lundi
fylkis lá þar floti só breiðr
fyrir á sundi.
61.
Þar var næri nadda meiðum
nokkur skúta
Ánn kvað skylldu af ýtum leiðum
einhvern stúta.
62.
Forki stakk hann fast í borð
á ferju miðri
þessir kvóðu annað orð
í ægi niðri.
63.
Drápu á sundi döglings ferð
með digrum ásum
þar fekk hrafn af holldi verð
og heitum krásum.
64.
Kómust þessir kappar út
meðal kóngsins seggja
Ingjalld bað þá auka sút
og að þeim leggja.
65.
Án réð spenna árar tvær
á ölldu hauk
brakar í öllum borðum nær
eð bátrinn strauk.
66.
Talaði Án við tíginn þegn
eð tálmast róðr
þú hefir víst í vópna regni
vorðið móðr.
67.
Róðrinn yðvar mundi mætr
meiri verða
hefðir báða heila fætr
hristir sverða.
68.
Grímur anzar geira við
sem greinir spil
frammi hef eg nú látið lið
það laust er til.
69.
Liðsemd átti halrinn hraustr
hrósa góðri
spillir fell þá spjóts í austr
og sprakk af róðri.
70.
Jafnan fekk hann mikla mæði
í manna láti
Án hljóp síðan út á græði
ofan úr báti.
71.
Kóngsins menn á karfa laut
er kappann eltu
koma þar brátt sem bátur flaut
og bylgjur veltu.
72.
Eyðir liggr í austri dauðr
öðlings sveita
Ingjalld bað þá elsku trauðr
að Áni leita.
73.
Skjótt er yðr að skýra af
eð skatnar nunna
áðan hljóp hann út á kaf
og ofan til grunna.
74.
Hann mun nú kvað hilmir fá
í helju sess
lát hann hvergi landi ná
þó leiti þess.
75.
Ýtar leita allt með sænum
endilöngum
ræsir hljóp í ríkan bæ
og rænti föngum.
76.
Sjóli fekk þar silfrið klárt
í sóknum bráðr
fljóðið komst og fólkið sárt
í fýsli áðr.
77.
Ingjalld hyggr og ýta val
að Án sé dauðr
niflung hjelt í Naumadal
þar nógr er auðr.
78.
Millding fekk þar mikla smán
í manna láti
síðan verður sagt frá Án
hann svam frá báti.
79.
Lézt sér mundu lítinn frið
til lands að hallda
leggst hann út og linast ei við
á læginn kallda.
80.
Kappinn missti ölldu jós
sem áðan sagðist
vópna lundur vikuna sjós
um víði lagðist.
81.
Síðan verður útey ein
fyrir örva sveigi
komst hann upp á stóran stein
og stóð þá eigi.
82.
Erpur geymdi Ónars mey
eð átti svanna
rekkrinn hafði riðið um ey
reka að kanna.
83.
Erpur leit við unnvarp mann
og ætlar dauðan
kall vill forðast kappa þann
og kyrtil rauðan.
84.
Ræddi Án eð rómað fær
við runna vífs
máttu ganga miklu nær
því maðr er lífs.
85.
Flyt mig helldur félagi heim
og fá mér græzlu
eg skal lykja ærinn seim
fyrir ykkra fæzlu.
86.
Erpur svaraði aurum gladdr
hjá ægi kölldum
Án minn ertu illa staddr
af öðlings völldum.
87.
Helldur muntu hægri rekkju
heima þiggja
þá þu hefur hjá ungri ekkju
átt að liggja.
88.
Leggst í vagninn vópna meiðr
og var það bert
fætur sköguðu langa leið
lá hann um þvert.
89.
Bónda ók til bæjar heim
sá bauga lundr
bellings knörr á bragða geim
er brotinn í sundr.