Heilræðavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heilræðavísur

Fyrsta ljóðlína:Ungum er það allra best
bls.338-338
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Heilræðavísurnar eru gott dæmi um það hvernig skáld gátu um skeið valið um einkvæðar eða tvíkvæðar myndir orða með u-innskoti, allt eftir því hvað hentaði bragnum. Stafsetningin hér (sem fylgir heimildinni að því frátöldu að hér er ritað „styggr“ í stað „styggur“ í 7. vísu) sýnir þetta glöggt. Tvíkvæðar orðmyndir, svo sem „dyggur“ og „spjátur“, standa við hlið einkvæðra orðmynda; „hryggr“ og „hlátr“.
1.
Ungum er það allra best
að óttast Guð, sinn herra,
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
2.
Hafðu hvorki háð né spott,
hugsa um ræðu mína,
elska guð og gerðu gott,
geym vel æru þína.
3.
Foreldrum þínum þéna’ af dygð,
það má gæfu veita,
varast þeim að veita styggð,
viljirðu gott barn heita.
4.
Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra;
aldrei sá til æru kemst.
sem ekkert gott vill læra.
5.
Lærður er í lyndi glaðr,
lof ber hann hjá þjóðum,
hinn er ei nema hálfur maðr,
sem hafnar siðum góðum.
6.
Oft er sá í orðum nýtr,
sem iðkar menntun kæra,
en þussinn heimskur þegja hlýtr,
sem þrjóskast við að læra.
7.
Vertu dyggur, trúr og tryggr,
tungu geymdu þína,
við engan styggr né í orðum hryggr,
athuga ræðu mína.
8.
Lítillátur, ljúfr og kátr ,
leik þér ei úr máta;
varast spjátur, hæðni, hlátr,
heimskir menn sig státa.
9.
Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, lesa, iðja;
umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.