Áttunda tíðavísa yfir árið 1786 – 1. til 33. erindi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 8

Áttunda tíðavísa yfir árið 1786 – 1. til 33. erindi

TÍÐAVÍSUR JÓNS HJALTALÍNS YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834
Fyrsta ljóðlína:Tíðin hefur tæpa leið
bls.18–21
Bragarháttur:Gagaraljóð – gagaravilla
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1786
1.
Tíðin hefur tæpa leið,
tíðin vekja ætti lýð,
tíðin rennur tilsett skeið,
tíðin enda skal um síð.
2.
Árið forna úti er,
ár það vakti mörgum tár,
árið nýja að nú fer,
ár það blessi drottinn hár.
3.
Sæl nú þjóð um sinnuhyl
seytján hundruð skrifar neyt.
Mælir áttatíu til
teit og sjö um Íslands reit.
4.
Gæðavetur rekkum réð
ráð til afla veita bráð.
Æði stórri mæðu með
máðist knör um geddu láð.
5.
Önglahjúpur fiskifeng
fróðri veitti ýta-þjóð,
söng þá byr í stýfum streng,
stóð á eftir hvals um slóð.
6.
Árið gott að veðri var,
vægðarsamt með grasanægð.
Fár þó margur baga bar,
bægðist sumum gleðihægð.
7.
Sóttir fækka, fyrðum hætt,
fátt kann standast dauðans mátt.
Dróttir fóru að sofa sætt,
sáttar buðu góða nátt.
8.
Bráð um æddi bólan óð,
bauð ei gleði, vægðar snauð,
dáðum prýdda deyddi þjóð,
dauða þoldi margur nauð.
9.
Hústrú Þórunn frægust fyrst,
fest biskupi Hannes best,
gust af dauða hörðum hrist,
hresst í Guði sálaðest.
10.
Rakna brár það sorg er síkn,
svíður skaðinn Íslands lýð,
sakna menn en sú er líkn,
síðar kemur betri tíð.
11.
Skara manna, sögnin sver,
sárligt bólu deyddi fár.
Þar af margur baga ber,
báran heljar svall í ár.
12.
Aðrar sóttir einninn með,
áður sem eg hefi tjáð,
baðið dauðans bjuggu séð
bráðum fólki út um láð.
13.
Lostinn kvíða lýist mest,
lystir því á burt sem fyrst.
Kostablíða kjósa best
Kristí þjónar himna vist.
14.
Hjörleif prófast, hvör eð var
hraðorður á Valþjófsstað,
örin dauða skæðbeitt skar.
Skaða víst má reikna það.
15.
Þjóðskáld gott með sómasið,
sanna margir orðstír þann,
fróðleik allan vandist við
vann því fylgja mannæran.
16.
Ærumaður auðnuhár,
áður sem að rækti dáð,
nær eð fyllti nýræð ár,
náði höfn við dýrðar láð.
17.
Síra Vigfús, sem að fyr
sáum Miklaholti á,
er í gegnum dauðans dyr
dáinn leiddur heimi frá.
18.
Vel framgekk með visku-skil
valmennið um harmadal.
Vel því fær, sem von er til,
valið hrós í dýrðarsal.
19.
Hálfdan prest eg hniginn tel,
Hólum í sá dyggð ei fól.
Sálin skín í sælu vel,
sólu fegri, lambs hjá stól.
20.
Síra Þórður, sem að skýr
svarabeinn á Hálsi var,
er í friði fremdardýr,
farinn upp til Guðs dýrðar.
21.
Hlýðinn prest á Hjaltastað,
heitinn Grím, úr sorgarreit,
blíðum sælusölum að
sveitin engla flutti neyt.
22.
Prest á Heiði, Sigurð, síst
saka náði dauðans tak,
bestan hreppti blóma víst,
blakar ekkert mæðu skvak.
23.
Gætinn prest í Suðursveit,
síra Brynjúlf, dáinn hér,
lætur Drottinn, víst eg veit,
vera nú í dýrð hjá sér.
24.
Síra Oddur sómadýr,
sá er Miklabæ nam fá,
er burt horfinn, öld svo skýr
á jörð hann ei finna má.
25.
Maðurinn hvarf af heim í leið,
hann þó ekki finnast kann.
Glaður sá með sælum deyð
sannan hreppti dýrðar-rann.
26.
Stórum fækkuð öldin er,
árin brugga sorgarfár.
Sjórinn skaða líka lér,
ljárinn dauða bítur sár.
27.
Norður á Skaga skiptjón varð,
skvöldruð æstist báran köld.
Borða hindin hreppti garð,
hölda fim[m] þar missti öld.
28.
Þjóð í Fljótum fær og téð,
fékk eitt skipið banasmekk.
Bróðir elds þar rykkja réð
rekkum sex á heljar bekk.
29.
Óð á Gufuskálum skæð,
skaðlig aldan byrðing að.
Fróðir þrír um hvala hæð
hraðast þoldu dauðans bað.
30.
Eyrarbakka siglu sýr
sundrast hlaut á karfa grund.
Fleirum Ránar her óhýr
hrundið fékk í þorska lund.
31.
Mæring Dana, margur tér,
mýki efnin sorgarrík,
Lærdóms skólann lagði hér
líka nú að Reykjavík.
32.
Kvæða þverra þulin ljóð,
þráða vantar hvíld og náð,
æða Kvásirs buna blóð
bráðum stemmist orku þjáð.
33.
Friður, gleði, gæfan blíð,
glaðvær sæld í hvörjum stað,
yður faðmi fyrr og síð.
Faðir dýrðar gefi það!
34.
Tjóðruð óðum gjörir gáð
gróðurs ljóða hljóð ófróð,
móðu glóða bör í bráð
bjóða rjóður góðri þjóð.