Sjötta ríma [Jesus Síraksbók í snúin í rímur] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 6

Sjötta ríma [Jesus Síraksbók í snúin í rímur]

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Sjötta brag með ljóðalag
bls.378
Bragarháttur:Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent)
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur
Sjötta ríma
1.
Sjötta brag með ljóðalag
lýðum hygg eg færa,
vildi góð hin valda þjóð
virða slíkt og læra.
2.
Er mér tregur Eddu vegur
orðasnilld að hrósa;
herrans náð fyr hróðrar sáð
heldur vilda eg kjósa.
3.
Hinn sem betur gamnað getur
gáfu sinnar neyti,
hvörjum mennt er meiri lént,
mjög þar eftir breyti.
4.
Verkin slík þó væri ei lík
viljinn trú eg þau jafni.
Heilræðin skal hefja upp eins
í herrans Kristí nafni.
Fimmtándi kapituli
5.
Heppinn má vel heita sá
sem herrann stunda nennir,
orð Guðs hefur og að sér vefur,
útleggur og kennir.
6.
Af hreinnri dygð í hjartans byggð
hvör það gjörði að stunda
og lærir rétt sem ljóst er sett
lífsins orð að grunda.
7.
Hann er fregnar mest sem megnar
mæta visku að fanga
og aktar þrátt á allan hátt
eftir henni að ganga.
8.
Stendur fús við hennar hús,
heyrir og lærir gjarna,
hún þar býr hann hverfur og snýr
hæli sinna barna.
9.
Hvör sér rann hjá henni fann
hitinn síst mun brenna,
hjartans frygð og heiðurs byggð
heldur má það kenna.
10.
Aðstoð þá fær ei nema sá
er ótta Guðs nam kunna,
við orð hans hér ef heldur sér
hittir á viskubrunna.
11.
Honum á mót með heiðurshót
hún mun síðan renna
sem móður blíð og brúður þýð,
báðum örmum spenna.
12.
Skilnings lög mun skær og fögur
skenkja honum að drekka,
vísdóms auð og viskubrauð
sem ver mann sorgarekka.
13.
Af þessu hann verður hörku herður
að höndla styrking alla,
trúarþrótt og tryggðagnótt
svo trautt mun síðan falla.
14.
Upp hans munn og mælskubrunn
í mannsöfnuði lýkur,
unaðarsemd af orðlofs fremd
og eilíft nafn fær slíkur.
15.
Guðlaus maður, heimsku hraður,
hana fær ei að líta,
né hræsnis mann sá hrokanum ann
hennar ráðum hlíta.
16.
Enginn kann ómildur mann
annan rétt að fræða;
af valdri trú sé viskan sú
er verða skal til gæða.
17.
Ef fórstu villt eða framdir illt
og falstrú lést þig brenna,
þenktu víst að vildir síst
völd þess Guði kenna.
18.
Þeirra lið hann þarf ei við
sem þjóðum kenning spilla,
öngvan þann sem elskar hann
af ber trúar villa.
19.
Guð fyrstan er gjörði mann,
gaf honum kjör að velja.
Vanda þú með vilja og trú
í verkum hans að dvelja.
20.
Er því sett og að þér rétt
eldur og vatnið bæði,
kjós það þér sem hentast er
og helst til þanka stæði.
21.
Lýðurinn hér á lán og kjör,
lífs og dauðans stranga,
hugsa má að hann muni fá
hvört sem kýs að fanga.
22.
Herrans spekt og háleit mekt
hyggur að mannsins vilja,
hlýðnin merk og hræsnisverk
hann mun gjörla skilja.
23.
Öngvum býður og eggjar síður
iðkun góðs að flýja,
letur hann víst en leyfir síst
lastaverk að drýgja.
Sextándi kapituli
24.
Eigir þú börn á ódyggð gjörn,
ei lát það þig kæta,
óguðhrædd, á illsku frædd
orðstír þinn ei bæta.
25.
Þenktu laust á þeirra traust
þó þroska nógan bæri,
betra er eitt til yndis veitt
en ill þó þúsund væri.
26.
Betra er þá sem birt eg frá
barnlaus heldur deyja
en ill og körg að eiga mörg
sem ekki vinnst að beygja.
27.
Einn ef þegn er góður og gegn
hann gjörir það borgin standi
en ef argur er ótal margur
allvíst heldur grandi.
28.
Illra áður blossinn bráður
brenndi upp hópinn þegna,
heiftin svell á hölda féll
er höfnuðu Guði að gegna.
29.
Rýmdi hann móð við risanna þjóð
er reyndust best til víga,
afladimmir, orkugrimmir
urðu þó að hníga.
30.
Líknarbann sá lýðurinn fann
er Lot var með hinn góði,
land og þjóð fyrir lasta móð
varð lukt í heljar flóði.
31.
Hundrað margur hlýðnis kargur
hegning gisti stranga,
því skulu enn þeir illu menn
undan slíku ganga?
32.
Miskunnsamur mjög þó gramur
er máttugur Guð við lýði;
hægur og blíður, í hefndum stríður
heldur en nokkur tryði.
33.
Megn til sanns er miskunn hans,
mun svo líka bræði,
vill í raun svo veita laun
sem verðleiks réttur stæði.
34.
Vondum dvöl þó verði á kvöl
víst hjá sleppa eigi,
góð von hans eins guðlegs manns
get eg ei úti deyi.
35.
Velgjörð hvör við gumna gjör
góðan stað mun finna,
eins fær mann sem oft til vann
ömbun verka sinna.
36.
Þenk ei hér: Minn herrann sér
hvörgi mig í leynum;
í heimsins ferð og hölda mergð
hann hyggur ei að mér einum.
37.
Hugsaðu slíkur heimskuríkur
að himinninn, jörð og græði,
skálir og fjöll þau skelfast öll
við skaparans hefndarbræði.
38.
Skal þá síður skaparinn fríður
skyggnast þér í hjarta,
allt að sjá hér enginn má
nema andlit hans eð bjarta.
39.
Óársveður áður en skeður
ekki skynjar mengi.
Guðleg verk eru mikil og merk
og meir en varði drengi.
40.
Ef herrann dýr til hefnda snýr,
hvað sem gjörði mengi,
sannleiks róm og réttan dóm
ræð eg að standist engi.
41.
Soddan orð og hótan hörð
hér sýnist sem væri
langt oss frá í Síon að sjá
og síst þeim gegna bæri.
42.
Dárinn trauður, dyggðasnauður,
dul sig lætur ginna,
heldur samt og hættir framt
á heimsku gjörða sinna.
Sautjándi kapituli
43.
Son minn mætur, gef þú gætur
glöggt að ræðu minni,
eg get þér kennt þá góðu mennt
sem gagn er sálu þinni.
44.
Guð vor stærstur að hagleik hæstur
í heims upphafi og þjóða
harla fríð sín handasmíð
í hegðun setti góða.
45.
Verknað metur og síðan setur
er sérhvör vinna mætti,
stjórn hans stár um aldur og ár
og allra síðan gætti.
46.
Verk hans eitt mun ekki neitt
öðru hindrun vinna,
ár og síð er allan tíð
iðinn til gjörða sinna.
47.
Frá eg hann leit á foldarreit
og furðu ríkan gjörði,
auðgað jörð með alls kyns hjörð
svo oss til þarfa verði.
48.
Drottinn bestur að mætti mestur
manninn skapti af foldu,
lét þó samt á lífi skammt
en loks hann gjörir að moldu.
49.
Með eigin mynd fyrir utan synd
aldar hjónin fyrstu
gjörði hann tvö og setti svo
að sín á millum lystu.
50.
Allt það hold sem fæðir fold
frá eg þau hræðast ætti,
skepnuráð um loft og láð
lagði í þeirra mætti.
51.
Skynsemd, mál og skilnings sál,
skarpa sýn og hreina,
heyrnarpart með eðlis art
og illt frá góðu að greina.
52.
Lífsins boð þeim lagði Guð,
lán hefur þjóðin fundið,
sáttmáls tál og tryggða sál,
trúlega við þá bundið.
53.
Hér til með hafa heyrt og séð
herrans rödd og veldi.
Röngum sið þá varaði við
svo vonskan ei þá felldi.
54.
Virða og seim um víðan heim
veraldar geymir kerra,
einn Guð leit á Ísraels sveit
og er þeim sjálfur herra.
55.
Mannsins serk sem vilja og verk
veit hann glöggt að skilja,
hvört ævislóð er ill eða góð
öngvum vinnst að dylja.
56.
Herrann virðir og velgjörð hirðir
og verndar góðs manns iðju
sem sérlegt þing í signetshring
eða sjaldur í auga miðju.
57.
Loks hann kemur og launin semur
er lofaði fyrr í orðum,
við alla heldur og endurgeldur
eins sem gjörðu forðum.
58.
Sá fær náð sitt réttir ráð
og röngum snýr frá vegi,
huggar hann þá sem þrautir þjá
svo þreytast skuli þeir eigi.
59.
Glæpamaður, girnstu hraður
til Guðs þér aftur að snúa,
herrann bið um hjálp og grið,
við hann skalt síðan búa.
60.
Í heljar pín, sú hvörgi dvín,
hvör kann Guð að prísa?
Lofgjörð hans eða lifandi manns
ljúfleg heldur vísa.
61.
Ei má dauður andarsnauður
orð af munni greina,
Drottins sterk að vitna verk
né veita dýrkan neina.
62.
Hér meðan fjör og heilsukjör
helst um settan tíma
herrans náð þú heiðra af dáð,
en hverfi hin sjötta ríma.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls.379–383)