Sjöunda Síraksríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Síraks rímur 7

Sjöunda Síraksríma

SÍRAKS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Sjöunda skal mærðar mund
bls.383
Bragarháttur:Úrkast – frumstýft
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Rímur
Sjöunda Síraks ríma
1.
Sjöunda skal mærðar mund
til málsins breyta,
margháttaðan Fjölnis fund
í fræðum þreyta.
2.
Veiti Guð oss verka dug
af visku brunni,
styrki hjartað, stilli hug
og stjórni munni.
Átjándi kapituli
3.
Heyrðu hvörsu herrans náð
er harla stór
ef betra vill sitt veika ráð
sá villtur fór.
4.
Náðarfullan föðurinn hér
sig finna lætur,
þeim frá vondu víkja sér
og vinna á bætur.
5.
Minni er von að mannsins vegi
mælist sigur,
sjálfur fyrst hann er þó eigi
ódauðligur.
6.
Hvað er fegra en sól að sjá
í sínum ljóma?
Eitt sinn mun þá enda fá
með öllum blóma.
7.
Hvað uppkveikir hold og blóð
þó heilnæmt sýnist,
afdrif fær það ekki góð
og illa týnist.
8.
Ómælandi heimsins hæð
vor herrann sér.
Mold og aska á mjóum þræði
maðurinn er.
9.
Hann sem lifir um eilíf ár
og aldrei þver,
verk hans öll sé valin og klár,
það vottum vér.
10.
Hans réttlæti og háleit verkin,
hvör kann skýra,
hvað mikil sé magtin sterk
og miskunn dýra?
11.
Minnka og auka miskunn hans
kann maðurinn engi,
elligar höndla hér til sanns
það himneskt gengi.
12.
Þó mann akti um efni sitt
sem orkar best,
ógjört allt er eftir hitt
sem á lá mest.
13.
Magt er engin mannlegs kífs
um mein né gagn;
hundrað ár er hölda lífs
hið hæsta magn.
14.
Vatnsdropi sem virðist einn
hjá víðum sjó,
og marsins sandi malkorns steinn
hinn minnsti þó.
15.
Líka er þessi lífsins tíð,
sem lýðir hljóta,
við eilífðar árin blíð
sem aldrei þrjóta.
16.
Því hefur Guð við þegna sveitir
þolinmæði?
Miskunnsemdar mönnum veitir
mestu gæði.
17.
Hann veit að allir velta þeir
í vísan deyð
og kennir í brjósti miklu meir
um mannsins neyð.
18.
Til náungans miskunn manns
þó mætti falla,
en velgjörð Guðs fer víst til sanns
um veröld alla.
19.
Tyftar, kennir og önn hann elur
öngvu minni
en hirðir trúr sem hagland velur
hjörðu sinni.
20.
Líknar öllum lýðum þeim
sem lærdóm þiggja.
Orðsins gjarnan elska seim
og að því hyggja.
21.
Nær þú, son minn, nökkrum veitir
nytsemd góða,
með átölum hann ekki reitir
illt að bjóða.
22.
Vatnið heftir hitanum þvert
og hann kann métra,
gott orð virðist góðs sé vert
og gáfu betra.
23.
Eitt orð gott má gegna betur
en gáfur stærri,
hvöru tveggi góður getur
gengið nærri.
24.
Óvitur það eftir telur
er áður veitti.
Leiða gjöf hann seggjum selur
er sér svo breytti.
25.
Íþróttir þú áður nem
en öðrum veitir.
Lækning fyrr þér sjálfum sem
en seggjum heitir.
26.
Átel fyrr þitt eigið ráð
en aðra dæmir,
fyrir það muntu finna náð
þá falla slæmir.
27.
Yfirbót ei undan drag
til andláts sóttar,
set ei lengi sjálfs þíns hag
til synda þróttar.
28.
Almáttugan akta ber
með alúð hreina,
svo finni hann ekki fals með þér
né freistni neina.
29.
Makt og reiði, minnstu þá,
og mikla neyð
á efsta deginum illir fá,
og á þinn deyð.
30.
Það skal saddur þenkja mann
og þolugur bíða,
hann að aftur hrörna kann
og hungur líða.
31.
Hann sem mektar heimsins auður
hugsa skyldi,
að enn megi verða aura snauður
í öngvu gildi.
32.
Svo kann skipta Guð vor greitt
um gæfufar,
að aftni dags að um sé breytt
það árla var.
33.
Vareygð slíka vaktar hann
sem visku gætti
og vill ei fremja vondskap þann
er vinna mætti.
34.
Vel sé þeim sem væri fróður
á vísdóm þenna,
mun sá verða mannvits góður
og mörgum kenna.
Nítjándi kapituli
35.
Vondra girnda varastu hrekki
og viljan brjót,
svo heiftarmanna hafir þú ekki
háð í mót.
36.
Matar og drykkjar drýg þú trauður
dárlegt æði,
að ei þú verðir aura snauður
og aumur bæði.
37.
Síðan tærings tæmdir sjóð
og týndir láni,
verðir fé að þiggja af þjóð
með þungu ráni.
38.
Ef daglaunari er drykkjumann
og dvelst þar inni,
ekki er von að auðgist hann
af iðju sinni.
39.
Að litlu ef mann ekki sér
um eignir sínar,
þeim um aura aftur fer
og ætíð dvínar.
40.
Vín og konur vitrum snúa
og villa þrátt,
hvörjir sem við hórur búa
heimskast brátt.
41.
Motta og orma aumleg laun
að yfir þá kæmi,
öðrum gefur það álits raun
og eftirdæmi.
42.
Hann sem trúir hvörju strax
er hægt að ginna,
soddan háttur heimsku lags
má hindrun vinna.
43.
Málskaps dárinn dyggvum hjá,
hann dvelst ei gjarna,
hvör þeim skálki skúfar frá
mun skaðanum varna.
44.
Hvað þér kemur til eyrna illt,
það ekki segir,
öngvu þínu í er spillt
þó yfir þegir.
45.
Hvörki vin né heiftarmanni
hermdu frá,
ef hrein samviska í hyggju ranni
haldast má.
46.
Herming þinni hvað sem líður
hlýða þeir,
hata þig þó hvörgi að síður
og heldur meir.
47.
Heyrða meingjörð mannsins láttu
með þér deyja,
í hægu sinni hér fyrir máttu
heldur þreyja.
48.
Heimskum hvað í hjarta stóð
vill hart útrýma,
sem frá móður sérhvört jóð
á sínum tíma.
49.
Leyndarmál hjá heimskum hal,
þau hyljast bæði,
sem píla löng með litlum fal
í læri stæði.
50.
Við náungann reyn þú rök
í ræðu þinni,
sé hann valdur í sagðri sök,
að síðan linni.
51.
Ræk þú ei né reis á loft
hans ræðu alla,
margur lýgur á annan oft
og árnar falla.
52.
Misyrði svo mörgum hrýtur
meining fjærri,
mun sá til við mann ei brýtur
mótgjörð stærri.
53.
Við náungann vektu tal
og vit hið sanna,
fyrr en drýgir deilu hjal
við dyggvan granna.
54.
Ótti Guðs og orðið gefur
af anda bestum,
að visku hvör og vareygð hefur
í verkum flestum.
55.
Prettvísi er vonsku vegur
en viska engi,
slægðarfullum frambúð dregur
að fella drengi.
56.
Með Guðs ótta minni slægð
er manni betri,
heldur en vondum véla nægð
í visku setri.
57.
Margur skarpur í skynsemd er
og skálkur bæði,
sökinni svo víkur og ver
sem vill hún stæði.
58.
Sá kann höfuðið hengja niður
og hreysta mál
með tillit djarft en soddan siður
er svik og tál.
59.
Klóklegt hefur heyrnar bið
en hugsun svella,
sá mun þig ef sér þú ei við
í sökunum fella.
60.
Máttlítill þó megni þér ekki
mein að vinna,
að betra færi bragða hvekki
brátt mun finna.
61.
Forstandigur finnur snart
það fyrr eg sagði,
merkir glöggt hans alla art
af yfirbragði.
62.
Hans klæðnaður, hlátur og gangur
höldinn sýna.
Enn skal Urnis lögurinn langur
lagi týna.
(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), 383–386)