Kvöldsálmur. Prís og heiður af hjartans grunn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvöldsálmur. Prís og heiður af hjartans grunn

Fyrsta ljóðlína:Prís og heiður af hjartans grunn
bls.93
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBcDDcD
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
XLVI. Sálmur. Innilegur Bænarsálmur að syngja á sérhvörju kvöldi
Tón: Lof sé þér Guð fyrir liðinn dag etc.


1.
Prís og heiður af hjartans grunn,
herra Jesú, þér segi
fyrir þína miklu miskunn
mér sem á þessum degi
færa gjörðir fáráðum sauð
í fölu heims óyndi
af líknarlyndi;
drjúpa til mín lést daglegt brauð
drottins svo elsku fyndi.

2.
Kvöldoffur bænar ber eg þér
nú, blessuð náðarkelda,
fyrir allt gott sem gjörðir mér
og græddir sálu hrellda,
sólar lést ljósið lýsa frí
loftið svo birtu bæri,
skaparinn skæri,
því að eilífðar unun í
ætlar oss Jesús kæri.

3.
Þér vil eg þýðar þakkir tjá,
þrenningin guðdómlega,
er mig og mína meinum frá
mildust geymir daglega.
Umfaðmar bæinn, börn og hjú
blóðfaðmur drottins dýri
hjörtun svo hýri
í þér án slysa, ó, Jesú,
eðla vínkvistur skíri.

4.
Bevara úti og inni það
er mér til þarfa veitir,
*engin fái hætta höndlað,
hvörju nafni sem heitir.
Myrkvanna ógnir flýi frá
frelsuðum sauðum þínum;
æ mér og mínum
voldugur Jesús vaki oss hjá
með varðhaldsenglum sínum.

5.
Bevara virstu börnin þín
við bráðum óvísum dauða,
lauguð séum þá lífið dvín
í lambsins blóði rauða
fældur so verði frá oss þrátt
fláráður Satan synda,
sem böl kann binda,
meður margföldum hrekkjahátt
frá herranum vill oss hrinda.

6.
Hans þyrnibroddum banvænum
burtu vor Jesús víki
og sérhvörjum myrkrameinum
so mótgangs djúpast díki
gjöri oss ei að granda hér
þó gangi hryggðarslagur,
fölur, ófagur.
Minn góði Jesú, gist hjá mér,
gleðst þar af sálarhagur.

7.
Að hvílu vil eg hér uppá
halla mér, Jesús góður,
velkominn gestur, vak mér hjá
værðar svo finni rjóður.
Sálin mín hvílist sætt í þér,
sól réttlætisins klára,
so sorgin sára
burtu vendi enn bjargi mér
blóðs endurlausnarbára.

8.
Aftur að morgni eg þig bið
um verndan þína góða,
ljúfasti Jesú, legg mér lið
þá líður frá næturmóða.
Signdu mig, heilög þrenning, þér
þríeining guðdóms hreina
ætíð alleina.
Drottinn eilífur dvel hjá mér
dauðans þá ógn skal reyna.

9.
Kvinnu, hjú, börn og heimamenn,
herra, þér nú afhendi,
annist oss öll þín ástsemen
að so í þinni hendi
óhættan Jesú hvíldarblund
hafa mættum, Guð faðir,
vel umfaðmaðir
af hans dýrustu ástarund.
Æ þá verðum vér glaðir.

10.
Amen, hér uppá sofnum sætt
signdir á alla vega.
Jesú blessaða blóðið mætt
burtvendi hryggðar trega.
Óhultir séum nú í nótt,
návist drottins oss styður
so fró og friður
veitist sérhvörjum vel og rótt
vors Jesú blóðfaðm viður.
Amen.

(Hallgrímur Pétursson: Ljóðasafn 4, bls. 133–136. Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir JS 208 8vo, bls. 159–163. Hér er því og fylgt orðrétt nema hvað á einum stað er valinn lesháttur úr Lbs 1724)

Lesbrigði:

4.3 engin fái hætta höndlað] < Lbs 1724 4to. ‘hættan engin fái höndlað’ JS 208 8vo.