| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hér í vörum heyrist bárusnari

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.Bls. 133
Flokkur:Draumvísur

Skýringar

Huldukona hefnir sín á Sæmundi, sem brugðist hefur dóttur hennar og ferst skip hans í lendingu. Móður hans þykir kona koma til sín og kveða vísuna.

Hér í vörum heyrist bárusnari,
höld ber kaldan ölduvald á faldi,
sveltupiltar söltum veltast byltum,
á sólarbóli róla í njólugjólu;
öflgir tefla afl við skeflurefla,
sem að þeim voga – boga – toga – soga!
En sumir geyma svíma í draumarúmi,
sofa ofurdofa í stofukofa.