Kvæði flutt á 25. ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar í janúar 1920 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði flutt á 25. ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar í janúar 1920

Fyrsta ljóðlína:Hér á millum hnjúka tveggja
bls.64
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
Tímasetning:1920
1.
Hér á millum hnjúka tveggja
hulinn eldur býr.
Ytra er svalt, en innan-veggja
arinn vonar-hlýr.
Fygló sínum vagni' ei víkur
vorar slóðir á;
ljóssins vöndur langt þó strýkur
leiðum hennar frá.
Ljóssins vöndur langt þó strýkur
leiðarstjörnu þeirri frá.
2.
Höfum fengið hvorutveggja;
hennar varma' og ljós.
Hví þá ekki að láta leggja
leið um sama ós:
Góðra manna göfgi og snilli
geislum frá sér strá,
svo að verði manna milli
meira Ijós að sjá.
Svo að verði manna milli
meira af ljósi og yl að fá.