Ljósin við vatnið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ljósin við vatnið

Fyrsta ljóðlína:Ljósin, sem speglast í lignu djúpu vatni
bls.223
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ljósin, sem speglast í lignu djúpu vatni,
svo ljúf og góð eins og kvöldsins þögli draumur
og varpa birtu á hugar míns dapra húm.
2.
Þau hlusta á kvíðann í haustsins hálfnöktu greinum
og horfa á skjálfandi laufblöð, sem gulnuð falla
stefnulaust, auðmjúk, óvissa dimma leið.
3.
En nóttin kveinar og kastar dánum blöðum
af kulnuðum rósum og grænum þróttmiklum viði,
í marklausa hauga við húsanna skúmaskot.
4.
En ljósin við vatnið varpa ljóma og friði
á viðkvæmar, góðar minningar liðins sumars.
— Haustgulnuð laufblöð sem hverfa í dimma nnótt.