Í djúpum míns hjarta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í djúpum míns hjarta

Fyrsta ljóðlína:Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst
bls.22
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst
sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst
og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér
eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér.
2.
Ég sá þig í morgun og mjög varst þú orðin breytt
svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér neitt
og áður en varði var hugur minn fullur af hryggð
við hverfulleik blómsins og aldursins viðurstyggð.
3.
En aftur er myndin mér auðsýnd jafn-björt og jafn-skýr
og aldrei hefur hún fyrr verið mér svona dýr
því æskan þín horfna og ást mín sem forðum var
er í henni varðveitt og hvergi til nema þar.

___________
ort fyrir 1939