Við græna hliðið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við græna hliðið

Fyrsta ljóðlína:Við græna hliðið sprettur einstök urt
bls.220–221
Viðm.ártal:≈ 0
Við græna hliðið

1.
Við græna hliðið sprettur einstök urt,
ofurlítið, nafnlaust, hnípið blóm.
Um uppruna þess enginn hefur spurt,
né orsökina að lífskjaranna dóm.
2.
Það skelfur undir skuggans kalda væng
og skelfist stormsins þunga reginmátt,
er á það leggst hin harða, sára sæng
sandfoksins, í hveri norðanátt.
3.
Því mjúk og græn og grönn og veikgerð blöð
svo gljúp og safarík, í djúpri hryggð,
þau gráta hina hræðilegu kvöð,
að hyljast göturyksins viðurstyggð.
4.
Þau eigi í leyni eina heita þrá,
sem alla vökurdrauma smýgur gegn,
— því enn er vor og ylur sólu frá —
að einhvern tíma komi gróðrarregn.

— — — —

5.
Við græna hliðið sprettur einstök urt,
en inni í garðsins fagra blómarann´,
er vökvað, hlúð og hjúkrað, numið burt
allt hismi og gróm, sem nákvæm höndin fann.
6.
Um græna hliðið reika út og inn
ungar konur, menn og lítil börn,
sem annast, fegra óskareitinn sinn,
— en utan garðsins blóm á litla vörn.
7.
Þess stríð er háð í stoltri, djúpri þögn.
— Ein stjarna glitrar augans djúpi frá,
þess eigið tár — hin innstu lífsins mögn
frá uppruna þess sjálfs í fegurð gljá.