Þjóðólfsbragur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þjóðólfsbragur

Fyrsta ljóðlína:Um harma mína svo ég syng
bls.291
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1883
1.
Um harma mína svo ég syng
samróma við Steingrím,
hann Arnljótur komst inn á þing
hjá illa kristnum Múlsýsling,
sem vildi hvorki velja mig né Steingrím.
2.
Þeir sendu´ ann Jón til Svíþjóðar,
en sáu ei mig né Steingrím, —
honum boðið Bankó var;
hann bragðaði ekki á því par.
Hver hefði sagt það sama um mig og Steingrím?
3.
Okkur bannast öll sú fremd,
sem á við mig og Steingrím;
Oddgeir setur alla í nefnd,
eins og það væri drottins hefnd,
en þykist hvorki þekkja mig né Steingrím.
4.
Megi´eg nokkra meiri sjá,
menn, en okkur Steingrím, —
í fyrsta Þjóðólf flengi´eg þá,
sem fólkið raular„ná, ná, ná“.
Ég flengi þá en faðma mig og Steingrím.
5.
Hér gengur lítið, Guð það veit,
— ég græt fyrir mig og Steingrím —.
Eg held ég fari upp í sveit,
á einhvern vígðan kirkjureit,
að syngja messu um sjálfan mig og Steingrím.
5.
Þegar Ísland kóng sér kýs,
ég kvíði fyrir Steingrím —.
Kjósendurnir koma á ís
og kjósa víst það sem úti frýs,
en vilja hvorki velja mig né Steingrím.