Lóan syngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lóan syngur

Fyrsta ljóðlína:Lóan syngur lítil hér
bls.168–169
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Lóan syngur lítil hér,
laðar sól í huga mér.
Æskudraumar í þeim söng
ylja mörgum dægrin löng.
2.
Dægrin löng, þó drjúpi ský,
dátt hún syngur ljóðin ný.
Kjark á hún og káta lund,
kvíðir ekki morgunstund.
3.
Morgunstund ef miðlar sól,
mátti finna hreiður, ból.
Gætnu auga geðjast ró
og gisið lyng í heiðarmó.
4.
Í heiðarmó er hulin björg,
hefur þar vaxið lóan mörg,
hópað sig er haustar að.
— Hennar ferðatími er það.
5.
Tími er þá að taka flug,
töfrum landsins vísa á bug.
Bjartar nætur byrgja ský,
burtu eru veðrin hlý.
6.
Veðrin hlý þó væru um sinn
vaknaði ferðahugurinn.
Útþráin þar um sig gróf,
öllu var þó stillt í hóf.
7.
Stillt í hóf var stórri sveit,
— stærð hennar nú enginn veit.
Þær reistu burt með ráðnum hug,
um reginvegu þreyttu flug.
8.
Þreyta flug og þrjóta ei mátt,
það er að setja merkið hátt.
Duga, hvað sem dynur á,
deyja eða sigur fá.

Agnes Guðfinnsdóttir, Skörðugili í Skagafirði.