Sonarharmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sonarharmur

Fyrsta ljóðlína:Faðirinn spurði son sinn að
bls.136–137
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Faðirinn spurði son sinn að:
meinbugir bægja mér frá brúði.
„Segðu mér þinn harm í stað,
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Þú ei leikur, þú ei hlær,
þú þér önga skemmtun fær.“
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
2.
Kæri faðir, sit hjá mér
meinbugir bægja mér frá brúði.
meðan eg segi minn harminn þér.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Þú seldir mig á heiðið land
einum ríkum greifa í hand.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
3.
Greifi einn átti dætur þrjár,
meinbugir bægja mér frá brúði.
þær voru vænstar að eg sá.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Önnur kembi en önnur skar,
þriðja til mín kærleik bar.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
4.
Önnur kembdi en önnur þó,
meinbugir bægja mér frá brúði.
þriðja til mín kærleik dró.
eg er því hryggur en sjaldan glaður.
Það tók á vetur að líða,
eg vildi í burtu ríða.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
5.
Frú kom út, rauð sem logi,
meinbugir bægja mér frá brúði.
hún studdist við minn söðulboga.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Hún studdist við minn söðultý:
„Riddarinn, eg vil með þér flý.“
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
6.
Minn foli er so yfrið spakur,
meinbugir bægja mér frá brúði.
eg setti kæruna á hans bak.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Þegar eg hafði riðið í lund
ristill beiddist hvíldar um stund.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
7.
„Sláðu gulltjöldum yfir mig,
meinbugir bægja mér frá brúði.
ríddu á skóg og skemmtu þér.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Þar til gef eg hringi þrjá
að eg kynni vatn að fá.“
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
8.
„Reið eg tvo og reið eg þrjá,
meinbugir bægja mér frá brúði.
hvörgi kunni eg vatn að fá.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Það var mér í minni kraftur,
frú var dauð þá eg kom aftur.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
9.
Það var mér hin þyngsta nauð,
meinbugir bægja mér frá brúði.
minn son lá hjá kæru dauður.
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Dró eg þau um fagra fold,
gróf ef þau í vígðri mold.
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
10.
Þá drengir sita og drekka vín,
meinbugir bægja mér frá brúði.
þá syrgi eg þig, sæti mín,
eg er því hryggur en sjaldan glaður
Þenki eg á fríða falda ná
er á mínum armi lá.“
Sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.