Kvæði af Kristínu og Ásbirni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Kristínu og Ásbirni

Fyrsta ljóðlína:Gulli ber hún spenntan skó
bls.126–128
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
I


Gulli ber hún spenntan skó
hlaðinn með ofnis bing.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.

1.
Kristín beiddi móður sín
hlaðinn með ofnis bing:
„Lofaðu mér hönum Ásbirni klæðin að skera.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
2.
Móðir svaraði allvel stillt:
hlaðinn með ofnis bing:
„Sníddu og skerðu sem þú vilt.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
3.
Lagði hún klæði á þiljur,
hlaðinn með ofnis bing
skar á rós og lilju.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
4.
Lagði hún klæði á skemmugólf,
hlaðinn með ofnis bing
skar á rósir og liljur tólf.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
5.
Hún skar á hans axlasaum
hlaðinn með ofnis bing
fagra snekkju og stríðan straum.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
6.
Hún skar á hans ermar fram
hlaðinn með ofnis bing
það fegursta dýr sem í skógi rann.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
7.
Hún skar á hans síðu
hlaðinn með ofnis bing
eina mey so fríða.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
8.
Hún skar á hans brysti
hlaðinn með ofnis bing
riddarinn meyna kyssti.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
9.
Kristín talar við bróður sinn:
hlaðinn með ofnis bing
„Færðu hönum Ásbirni klæðin sín.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
10.
„Hvörnin má eg honum klæðin bera,
hlaðinn með ofnis bing
eg kenni hann ekki Ásbjörn herra?“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
11.
„Þegar þú kemur á örvaþing
hlaðinn með ofnis bing
Ásbjörn situr í miðjan hring.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
12.
Ásbjörn situr í miðjan hring,
hlaðinn með ofnis bing
stillir hörpu og ber gullhring.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
13.
„Þar eru þér, Ásbjörn, klæðin þín,
hlaðinn með ofnis bing
saumaði Kristín systir mín.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
14.
Margir gáfu að klæðum gaum,
hlaðinn með ofnis bing
gull var dregið með hvörjum saum.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
15.
„Þú skalt henni boðin bera,
hlaðinn með ofnis bing
hún skal í mínu brullaupi vera.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
16.
Hann sendi henni aftur á gjen
hlaðinn með ofnis bing,
gylltan kamb og rauða gullmen.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.

II


1.
Kristín beiddi móður sín,
hlaðinn með ofnirs bing
„Má eg ei Ásbirni klæðin að skera?“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
2.
Móðir svaraði allvel stillt:
hlaðinn með ofnirs bing
„Sníddu og skerðu sem þú vilt.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
3.
Kastar klæðum á kirkjugólf,
hlaðinn með ofnirs bing
hún skar á rós og liljur tólf.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
4.
Hún skar á hans ermar fram
hlaðinn með ofnirs bing
það fegursta dýr í skógi rann.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
5.
Hún skar á hans brysti
hlaðinn með ofnirs bing
allt hvað meyjuna lysti.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
6.
Hún skar á hans síðu
hlaðinn með ofnirs bing
eina mey svo fríða.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
7.
Kristín talar við bróður sinn:
hlaðinn með ofnirs bing
„Færðu honum Ásbirni klæðin sín.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
8.
„Eg kann honum ekki klæðin bera,
hlaðinn með ofnirs bing
eg þekki ei þann unga herra.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
9.
„Þá þú kemur á örvaþing
hlaðinn með ofnirs bing
hann Ásbjörn situr í miðjum hring,
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
10.
Þegar hann kom á örvaþing
hlaðinn með ofnirs bing
hann Ásbjörn sat í miðjum hring,
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
11.
„Það er þér, Ásbjörn, klæðin þín,
hlaðinn með ofnirs bing
saumaði hún Kristín systir mín.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
12.
Hann flettir í sundur og gefur að gaum,
hlaðinn með ofnirs bing
gulldregið er með hvörjum saum.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
13.
„Hamingjan signi þær fingur smá
hlaðinn með ofnirs bing
sem hér hafa rósir skorið upp á.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
14.
Þú skalt henni þau boðin bera
hlaðinn með ofnirs bing
hún skuli í mínu brullaupi vera.
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.
15.
Vilji hún í mínu brullaupi vera,
hlaðinn með ofnirs bing,
sjálf skal hún þá brúðurin vera.“
Ein ber hún angur fyrir þann öðling.