Drangey | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Drangey

Fyrsta ljóðlína:Tíbrá frá Tindastóli
bls.251–252
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Þriðja ljóð í flokknum Annes og eyjar
1.
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár.
Margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
2.
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið og báðum megin
beljandi hvalaþröng.
3.
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.