Stefán Þórarinsson (d. 12. mars 1823) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stefán Þórarinsson (d. 12. mars 1823)

Fyrsta ljóðlína:Hvör er sá niður
bls.121–126
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Eftirmæli
1.
Hvör er sá niður
í norðri heyrist
sem harmahljóð
hljómi í fjarska?
Erat þó kvein
sem konur sýti
né ópi líkt
ungra barna.
2.
Er sem hermanna
í einu sýti
stálklædd fjöld
við foringja lát,
ok af sútum svá
svelli hjarta
at brjósti frá
brynjan springi.
3.
Eða sem frón
fjalls und' rótum
hristi hart
helstríðs skjálfti —
Eða dauði sjálfur
dapurt andvarpi
sendur nauðugur
at sækja prúðmenni.
4.
Hermir sá hljómur
harmatölur
ýta í ítrasta
Ísaláðs hluta:
at í gröf máske
gæfa muni
farin Norðurlands
með foringja liðnum.
5.
Er Stephán hné
til hvíldar þreyttur
Þórarinssonur
þjóðarjarðar,
ok eptir skírast
skin og langvinnt
rann hans æfisól
í ægi dauða.
6.
Snjallast var hann sambland
snilldar ok iðni,
sálar skarpsýni,
ok sinniskrapta
með sinnisþoli —
en hit sjálfráða
var engvu síður.
7.
Vildi hann síns
velmátt umdæmis
efla fremur
en eigin hag.
Ráðvöndum hann reyndist
ok rekkum dugandi
faðir eður bróðir
þó fjærskyldir væru.
8.
Ok óttaðist aldrei
at annars glansi
á sjálfs síns mundi
sórta bera —
Gott eitt hann vildi,
ok góðir dugandi,
sér hann því vissi
samtaka mundu.
9.
Vel einnig vissi
sá hinn vitri halur
at samburð hann þoldi
við seggi flesta.
Hniðraði því engvum
né þóttt óvinur væri.
Bakmáll, vissi hann, sjálfan
sig mest smánar.
10.
Skýldi hann aldrei skálkum
undir skjaldarrönd tignar,
því miskunn slíka
mat hann jafna
gjöf af þjófstolnu
þjófi veittri,
ok skaust ei undan skyldu
fyri skrum heimskingja.
11.
Sem röðulgeisli
réttlínis færi
sólu frá
til fylgihnatta,
eins rétt hann þræddi
réttinda götu,
hvörki fyr' lof né last
hann leit til hliðar.
12.
Fordildarlaust
hann fósturjörðu
unni bæði ok
aðstoðaði —
Leitaði ei frama,
en frami kom sjálfur
heim til hans í hlað
ok hjá hönum gisti.
13.
Fordildarlaust
hann fósturjörðu
unni sem móður
mögur hinn besti!
Því unni hann öllum
er unnu fósturjörð
ok sýndu sig hennar
sonu dugandi.
14.
Mun hafskip fyrr
hafnar leita
Baldjökuls í
bugðu miðri
ok hvalur fyrr
Við Hofs jökul
núa hlið
en nafn hans deyi.
15.
Æ mun þat nefnt
ásamt verða
hins ítra Jóns
Eiríkssonar
ok hins mikla Skúla
Magnússonar —
fögur ætíð þrí-sól
fósturjarðar.
16.
Ok hans minning æ
á minningar himni
ljóma sem fegurst
leiðarstjarna
Íslands ókomnu
embættismanna
þeirra er vilja verk
vanda skyldu.
17.
En Ísafold
með elsku móður
bragnings bein
und' barmi geyma —
Ok fagna þeim
fegins degi
er hún þeim ungum
apturskilar.