Manvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Manvísur

Fyrsta ljóðlína:Já, ég kem, því koss mig vantar núna
bls.13
Viðm.ártal:≈ 0
Manvísur

1.
Já, ég kem, því koss mig vantar núna,
kærleiks hitinn verkar brjóstið á.
Þér við hjarta hvílu á ég búna,
hnossið mitt og lífsins eftirþrá.
2.
Hjá þér unir andi minn í næði,
elskan besta mín á jörðu hér!
Við þín ástar unaðssælu gæði
eygi ég tíðir, löngu horfnar mér.
3.
Eg var þrotinn, eðli fjarri mínu,
einskisvirði heimsins þóttist sjá.
Kviknað afl af kærleiksmegni þínu
kom mér aftur lífsins stefnu á.
4.
Sumarkomu sé ég glöggt í anda,
svífa geislar skuggaloftið í.
Eg er hress, og engan hræðist vanda.
Eg hef traust og vænti góðs á ný.