A 274 - LXVII ps. Deus misereatur nostri er bænar- og þakklætissálmur fyrir Herrans Kristí velgjörninga og það hann hefur oss til réttrar trúar kallað. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 274 - LXVII ps. Deus misereatur nostri er bænar- og þakklætissálmur fyrir Herrans Kristí velgjörninga og það hann hefur oss til réttrar trúar kallað.

Fyrsta ljóðlína:Guð miskunni nú öllum oss
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBcDcDD
Viðm.ártal:≈ 0
Deus misereatur nostri
er bænar- og þakklætissálmur fyrir Herrans Kristí velgjörninga og það hann hefur oss til réttrar trúar kallað.

1.
Guð miskunni nú öllum oss
og gefi blessun sína
og láti síns andlitis ljós
til lífs eilífs oss skína
svo vilja hans og verkin öll
í veröld þekkja kynnum
og Jesú Kristí kröftug heill
kunnug sé heiðnum mönnum
að gjarnan hlýði honum.
2.
Þér lof og Guði þakkargjörð
þeir heiðnu jafnan játi
og fagni alls kyns fólk á jörð,
fagran söng heyrast láti
að þú dómari ert á jörð,
órétt líður því eigi.
Vernd og uppheldi er þitt orð,
allt fólk styrkir svo megi
ganga á réttum vegi.
3.
Þakki Guði og lofi þig
þitt fólk fyrir þá mildi.
Ávöxt ber jörð og auðgar sig.
Orð þitt fær gott uppheldi.
Guð faðir, son og andi hreinn
oss blessi alla saman.
Vegsami hann og óttist einn
allt mannkynið um heimenn.
Segjum af hjarta amen.