A 176 - CXXI [121.] sálm. Leuavi oculos meos | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 176 - CXXI [121.] sálm. Leuavi oculos meos

Fyrsta ljóðlína:Anda eg mínum og augum leit
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBcDcDD
Viðm.ártal:≈ 0
CXXI [121.] sálm. Leuavi oculos meos
Er einn huggunarsálmur í hörmungum og ofsóknum kristiligrar kirkju.
Má syngja svo sem: Nú vill Guð faðir miskunnar.

1.
Anda eg mínum og augum leit,
á Guð í hæðir himna,
hvaðan eg lausn og hjálp mér veit,
í hverju sinni komna.
Af Herra þeim kom mér hjálp og bót,
sem himin og veröld gjörði,
ei lætur hann þinn falla fót,
frelsari þinn að verði,
svefn hygg eg honum ei forði.
2.
Sjá, hann vakir en sefur síst,
sína geymandi kristni,
Drottinn sjálfur þig verndar víst
við allri neyð og freistni.
Guð sé hönd þinni hægri skjól,
að hug þinn á lukkudegi,
auðlegðar brenni aldri sól,
eymd tungls og nísta eigi
um nótt mótgangs þér megi.
3.
Herra Guð faðir, hlífð þín sé
og hitti þig engin pína,
Guðs son Jesús vor græðari
geymi hann sálu þína.
Helgan anda eg um það bið,
inngang þér þennan gæfi,
að eignist Guðs náð og andar frið,
útgang sem frómum hæfir
nú og um alla ævi.
Amen.