A 141 - Ein andlig vísa um innsetning þess heilaga sakramentis út af guðspjalligri historíu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 141 - Ein andlig vísa um innsetning þess heilaga sakramentis út af guðspjalligri historíu

Fyrsta ljóðlína:Á sætra brauða upphafsdag
bls.Bl. LXXXVIIJr-LXXXIXv
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBcDcDD
Viðm.ártal:≈ 0
Ein andlig vísa um innsetning þess heilaga sakramentis út af guðspjalligri historíu
Með það lag: Þá Jesús til Jórdanar kom.

1.
Á sætra brauða upphafsdag,
í offur skyldi færa
eitt páskalamb sem segja lög
og son Guðs vissi vera,
þeim tíma nær að hlaut heimi af,
hefjast til föðurs náða.
Sitt testament oss eftir gaf,
að ætíð skyldi boða
hans písl og sáran dauða.
2.
Lærisveinar spurðu: „Hvar vilt þú sé,
Herra, þér tilbúið páskalambs át?“
Þeim ansar nú:
„Inn í borgina snúið.
Einn maður yður mætir í stað,
mun sá vatnsskjólu bera,
fylgið honum í húsið það,
hvört hann vill sjálfur fara,
húsherra skuluð svo svara:
3.
„Meistarinn bauð svo segja þér:
„Sú tíð nú yfir kæmi
hjá þér páska að höldum vér,
hvar er það hús að sæmi,
þar páskalamb eg eta skal
með mínum lærisveinum.“
Stóran mun ykkur sýna sal,
samfelldum prýddan steinum,
tilreiðið oss þar einum.“
4.
Jóhannes og Pétur inn í stað
eftir hans boði gengu,
án dvalar fundu óspurt það
og allan viðbúnað fengu.
Með postulum tólf um kvöld kom þar,
Kristur við borð sig setti,
sagði: „Með yður mér mest girnd var
máltíð þá halda mætti,
fyrr en eg pínast ætti.
5.
Yður það segi, eg ekki vil
oftar páskalambs neyta,
þar til Guðs ríki tekur til.“
Tók kaleik, þeim réð veita.
„Um kring haldið hann allir hér,
aftur það segi eg yður,
af vínvið ei drekk eg oftar hér,
allt þar til nýtt það skeður
í ríki míns föður.“
6.
Sem átu þeir nótt sömu á,
svikinn var hann að bragði,
Jesús tók brauð, þakkaði þá,
það braut, gaf þeim og sagði:
„Takið allir og etið þér,
er minn líkami þetta,
sem fyrir yður útgefinn er,
á það yður að metta,
í mína minning rétta.“
7.
Eftir kvöldverð sem Kristur gaf
kaleik tók og réð segja:
„Drekkið nú þessum allir af,
er það testament nýja,
míns blóðs sem yður úthellt er,
að syndir kvittast kynni,
hvörsu oft sem það haldi þér,
hafið mig æ í minni.“
Það drukku allir þar inni.
8.
Frelsarinn Jesús flekklaus dó
fyrir vora tilverkan illa,
löstun, smán, bölvan leið og svo,
lögmál fyrir oss að fylla.
Hann býður að trúum hér til sanns,
hyljist í víni og brauði,
sitt hold og blóð fyrir orðið hans,
eyddur er svo vor dauði.
Það skulum vér þakka Guði.
9.
Ó, Guð, þér þökkum allir nú,
eilífi náðar faðir,
gef oss og halt við rétta trú,
til þessa borðs sem hlýðir,
Krists náð og lausn að kennum vér,
kærleiki verði framinn,
andskotans bræði, afl og vél
yfirvinnum og heiminn,
fyrir Jesúm Kristum. Amen.