A 136 - Út af skírninni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 136 - Út af skírninni

Fyrsta ljóðlína:Jesús Kristus til Jórdan kom
bls.Bl. LXXXIVv-LXXXVv
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBcDcDD
Viðm.ártal:≈ 0
Út af skírninni*
[Nótur]

1.
Jesús Kristus til Jórdan kom
af Jóhanni að skírast láta,
af föðursins vilja og vísum dóm
slíkt varð í allan máta.
Eina hjálparlaug hann setti inn þá,
að afmá vorar syndir
og andar kvöl að frelsa oss frá
fyrir sitt blóð og undir,
nýtt líf höfum þar fundið.
2.
Heyri allir og hugsi vel,
hvað sjálfur Guð skírn kallar
og hvað einn kristinn trúa skal,
að forðunst villur allar.
Guð vill og býður vatn sé það,
vatn skal þó eitt ei vera.
Guðs orð tengjast þar einninn að
og andans gáfan dýra,
svo vill hann sjálfur skíra.
3.
Það hefur Guð oss augljóst gjört,
í myndum og með orðum,
föðurs hljóð um það opinbert
allir við Jórdan heyrðu,
sagði: „Minn sæti son, það er
sem mitt hjarta útkjöri,
þann vil eg allir heiðri hér
og honum gjarnan heyri,
eftir hans lærdóm gjöri.“
4.
Son Guðs í sönnum manndómi,
sjálfur var þar og staddur,
heilagur andi ofan sté
í dúfu líking klæddur,
svo aldrei skuli efast neinn,
að nær vér skírðir verðum,
þrjár Guðs persónur gáfu skírn
og gjarnan hér á jörðu,
heimili hjá oss gjörðu.
5.
Sínum postulum Guðs son bauð:
„Gangið heims þjóð að fræða,
að hún sé öll í syndum dauð,
sig skal með iðrun græða.
Hvör sem trúir og tekur skírn
tignar eilífrar nýtur,
sá mann nefnist Guðs nýfætt barn,
náð hans þeim aldrei þrýtur,
arf himnaríkis hlýtur.“
6.
Hvör sem ei trúir soddan náð,
sá deyr í syndum sínum
og fellur í fordæmdra stað,
fær þar eilífa pínu.
Öll helgi hans og eigin verk,
er hjálpa sálu sinni,
arfsyndin þessum er of sterk,
alinn var hann þar inni,
leyfir ei lausn að finni.
7.
Einsamalt vatnið augun sjá,
allir menn vatni ausa,
trúin kraft andans þekkir þó
það blóð Jesú flekklausa.
Því lýst henni sú laugin rauð
lituð með Kristí blóði
sem andar skaða af Adams nauð
og allt vort synda æði
af oss þvær og græðir.

* Þetta er bæði bálkaheiti (þ.e. sálmar „Um þá heilögu skírn“) og nafn á fyrsta sálminum í þessum bálki.