A 10 - Alleluja vers | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 10 - Alleluja vers

Fyrsta ljóðlína:Alleluja. Glaðliga viljum vér alleluja syngja
bls.19
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er frumortur á þýsku, Frölich wollen wir Halleluja singen. Höfundurinn var Johannes  Agricola, samverkamaður Lúthers (d.1566). Var sálmurinn í sálmabók Lúthers 1524. Gísli fer eftir dönsku þýðingunni í sálmabók Claus Mortensen. Guðbrandur er með aðra þýðingu í Sálmabók 1589 (nr. 200), Hallelúja syngjum með hjarta og munni. Hann hefur ekki verið tekinn upp síðan.

Alleluja vers

Alleluja.
Glaðliga viljum vér alleluja syngja,
með kærligheitsins begering.
Vort hop og hjarta til Guðs skal lyftast
með sinni helgri náð og miskunn,
sem hefur leyst oss af allri synd
til saligheits og alls kyns treyst
er hann oss öllum upp runninn.