Til skýsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til skýsins

Fyrsta ljóðlína:Sortnar þú, ský
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.103–104
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Sortnar þú ský!
suðrinu í
og síga brúnir lætur;
eitthvað að þér
eins og að mér
amar; ég sé, þú grætur.
2.
Virðist þó greið
liggja þín leið
um ljósar himinbrautir;
en niðri hér
æ mæta mér
myrkur og vegaþrautir.
3.
Hraðfara ský!
flýt þér og flý
frá þessum brautum harma;
jörðu því hver
of nærri er
oft hlýtur væta hvarma.