Er svo rakin ættarslóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Er svo rakin ættarslóð

Fyrsta ljóðlína: Er svo rakin ættarslóð
bls.153
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Þetta kvæði Hjálmars stendur aftan við lítið sögubrot af Oddi Gunnarssyni sem er aftan við svokallaða Geneologiu Hjálmars í Lbs 467 4to og er það allt saman í kveri skrifað með Hjálmars eigin hendi. Hjálmar var hjá Oddi á einn vetur á sjötta ári og naut þar góðs atlætis. Seinna reri Hjálmar oft með sonum Odds á en þeir voru formenn. Finnur Sigmundsson birti kvæðið orðrétt í útgáfu sinni sem hér er stuðst við nema hvað hann hefur í 1. línu 4. erindis ’orðið’ en ekki ’vorðið’ eins og Hjálmar skrifar.
Fyrirsögn   MEIRA ↲
1.
Er svo rakin ættarslóð
Oddi Gunnarssyni,
sómamanns hjá sinni þjóð,
er sjálfur í þeim sporum stóð
að geta hrósað göfugu feðra kyni.
2.
Dagverðar skal eyrar ætt
upp frá þessu heita.
Hér má finna mannval mætt,
merkilegt og vel innrætt,
stór sem æra eftir væri að breyta.
3.
Aldinn bústað eigandinn
Oddur Jónsson situr,
sem erfir að dyggðum afa sinn,
auðnumaður vel metinn,
manndóms ættar merkin á sér flytur.
4.
Mér er orðið stirt um stef
og stílvopn laust í höndum,
í langnættinu lítið sef,
ljós í myrkri ekkert hef,
kaldur titra krepptur gigtar böndum.
5.
Húmar að mér hinsta kvöld,
horfi eg fram á veginn;
gröfin við mér gapir köld.
Gref ég á minn vonar skjöld
rúnir þær sem ráðast hinumegin.
Feigur Fallandason.