Áns rímur bogsveigis – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 2

Áns rímur bogsveigis – önnur ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Kvæðin mín eru komin á loft
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Kvæðin mín eru komin á loft,
kann eg af því segja oft,
hversu fólk og framanda víf
frygðar sitt með æru líf.
2.
Vífum fær eg vísna spil,
vildi margur hlýða til,
nú er mér þegar eg nefni fljóð
næsta láð af hverri þjóð.
3.
Hverr að öðrum hvískra sást
því mun hann í slíku fást
að yrkja neitt um eyju seims
eð ekki veit til blíðu heims.
4.
Því hef eg af með öllu lagt
yrkja neitt um vífa magt,
skjala eg heldur um skatna þá
sem skáldin vilja ei blása upp á.
5.
Ævintýr eg inna skal.
Ýtar ganga í kóngsins sal,
Án er þótti eigi vitr
upp tók bogann eð gjörði Litr.
6.
Bar sér framan um brjóstið streng,
boginn lá þvert á herðum dreng.
Hallar ferðin heftist því
hálsar námu gættum í.
7.
Lítt var þessi leikrinn kyrr,
loksins komst hann inn um dyrr.
Brestur eigi bogi við mátt,
bendist fast og gall við hátt.
8.
Mælti hann fátt við mildings sveit,
maðrinn hverr til annars leit,
enginn kveðju af Áni fekk
utar á bekk til sætis gekk.
9.
Þóri heilsar þengill blítt:
„þigg hér heiðr og sæti frítt,
fá þann allan fróma af mér
sem faðir minn veitti áður þér.„
10.
Hilmi þakkar hreystimann
hverr gekk maðr í kóngsins rann.
Var það nokkuð þegninn þinn,
Þórir segir hann bróður sinn.
11.
Ekki vil eg hann yzt við gátt
Án hefeg heyrðan nefndan þrátt
sitja skal hann hjá sjálfum þér
sæmilega og plagaður hér.
12.
Fulltings mundi hann þurfa þíns
Þórir gekk til bróður síns,
kynnir honum um kóngsins boð
og kvað það mykla giptu stoð.
13.
Þiggja mun eg hér vist í vetr,
veglegt lízt mér kóngsins setr,
unz er skeiður skríða um húm
en skipta vil eg þó ekki um rúm.
14.
Sóer hann heimskur herra minn
hann hirðir ekki um sóma sinn,
undarlegr í öllum sið
engi mann fær ráðið við.
15.
Þórir sagði þá með list
þengill biðr hann ráða vist
sú mun vera að öngu ill
Án skal sitja þar eð hann vill.
16.
Kóngi fylgja Ketill og Björn,
kyndug var þeim hæðnin gjörn,
spara þeir eigi að spéa hann Án
og spotta hann með fullri smán.
17.
Án lét þó í öngan stað
á sér finna neitt um það
lund er þeirra lagin með skamm
leið só vetr að jólum framm.
18.
Ingjalld talar eð ölldin drekkr
jóla kvelld er skipaður bekkr,
gleðja vil eg með gjöfum lið
og gjöra það eptir föður míns sið.
19.
Orðum kóngs er allvel hlýtt
öllum hefir hann nokkuð býtt
nema þeim segg eð sat við dyrr
sjóli þegar að Áni spyrr.
20.
Gott mun vera að garpur kvað
gull að þiggja og leika að
kemur þá fyrir kóngsins kné
kveðjan frá eg að engi sé.
21.
Stillir talaði stoltur við hann
stæra leit eg alldri mann
er þér afl með vexti veitt
vantar þig við öngan neitt.
22.
Öðling svaraði einkar snöggt
ekki veit eg til þess glöggt
það hef eg ætlað öðling merkr
ógurlega munda eg sterkr.
23.
Hvað bar til að hilmir spyrr
hark mikið eð gekkstu um dyrr
bendizt fast er bogi minn gall
bágt var mér að komazt í hall.
24.
Eg vil þá kvað öðling nú
Án bogsveigir heitir þú
halrinn spyrr eð hetjur gleðr
hvað skal fylgja nafni meðr.
25.
Gramur tók þá sem greinizt hér
gullhring einn af hendi sér
ægis bálið eigðu frítt
jólagjöf og nafnkaup þítt.
26.
Garprinn tók við grábaks storð
hann gaf honum ekki þakkar orð
lék að hringnum laufa viðr
litlu síðar felldi hann niðr.
27.
Gruflandi um gólfið skreið
garpar spurðu fleina meið
hverju seggrinn svipaðizt að
segjanda kvað hann varla það.
28.
Afgjarnt verður öfundar glys
hef eg næsta fengið slys
trauður fer eg með tígin þing
týng hefeg nú enum góða hring.
29.
Gunna sveit á gólfið fús
grumla þegar í fremra hús
lýðir fá þess litla þökk,
leita niðr í hverja dökk.
30.
Án nam spyrja öðlings sveit
að hvað skylldi þessi leit
skatnar kóngsins skríða um saur
skúfa sig með þrekk og aur.
31.
Núer golldið gabbið eitt
er gunna sveitin hefir mér veitt
fari nú hverr í sessinn sinn
sjálfur hef eg nú hringinn minn.
32.
Án var staddur úti um dag
enn er sagt eð fyrra plag
kóngsmenn tóku að kallza hann
og kvóðu hann mundu sterkan mann.
33.
Björn enn sterki böðvar tamr
buðlungs maðr að afli ramr
það mun gaman að glími þið
grálynt mælti kóngsins lið.
34.
Garprinn mælti gamni í
gjöra skal yður kost á því
þá skal kóngs eð kaska lið
kynda elld og baka mig við.
35.
Garpar villdu gjarna það
gjörðu bálið þegar í stað
Án kvezt þurfa elldzins meir
ef ýtar reyndu fangið tveir.
36.
Kápu hefir hann klæða yzt
kátlegt mart af Áni spyrz
móðir hans hefir makað þá smíð
máttar rúm og allvel síð.
37.
Álnar frá eg hann eptir dró
eigi stytti kápu þó
ýtar gerðu að Áni glamm
ermar hengu af nöglum framm.
38.
Björn hinn sterki bugar menn opt
hann bregður Áni þegar á lopt
heiðarlega var hetjan felld
á herðum kemr hann niðr í elld.
39.
Kyndugur mælti kóngsins mann
kápan olli að eigi brann
maklega var nú skipt við skálk
skullu fætur utar á bálk.
40.
Veitir stendur vellz á fætr
vísu þegar frammi lætr
alllítt var eg nú áðan herðr
annar hvór að falla verðr.
41.
Þengill talar er þeir hafa stímt
þú hefur næsta illa glímt
bragnar gera að brögðum drafl
brast nú þitt eð mykla afl.
42.
Eigi þikkir okkur það
einn veg vera eð garprinn kvað
þann var knárri eð fyrr var felldr
fara skal aðra hvað sem gelldr.
43.
Kappinn stytti kápu skaut
kænlega sínar ermar braut
reyna öflin rekkar stinn
þeir ráðast á í annað sinn.
44.
Án tók upp á bringu Björn
brögðin vóru kappa gjörn
fall var þetta frægra en hitt
hann fleygir honum í bálið mitt.
45.
Loganum upp um lífið slær
lýðir kóngsins stóðu nær
drógu af báli býti auðs
brunninn var hann þá mjög til dauðs.
46.
Þá réð víst að verða á hlé
að virðar gjörðu að Áni spé
töluðust við með trausta lund
tignar bræður á einni stund.
47.
Þú hefir setið í höllu hér
hversu líkar vistin þér
eigi kjöri eg öðru vegs
á alla hefur mér fallið sex.
48.
Só er mér gumna gabbið leitt
gefr eg þér til sverðið breitt
þú höggvir einnhvern hilmis mann
og halldi eg svörunum upp fyrir hann.
49.
Annan dag gekk Án í sal
Ingjalld sat með drengja val
seggrinn spennir sára kvern
síðan gekk fyrir kóngs mann hvern.
50.
Hjartað pínir hiti og móð
hálfu lengst fyrir kóngi stóð
lát hans undra lýða ferð
hann leggr á borð fyrir Þórir sverð.
51.
Ekki vill hann þiggja það
þegninn gekk að sitja í stað
hlut þann vissu hlýrar tveir
hlegið var að honum þess að meir.
52.
Þengils öngan þegninn vó
Þórir spyrr því gjörði hann só
Án kvað sér það önga hefnd
einum manni í kóngsins nefnd.
53.
Horfða eg því kvað hetjan góð
helldr á kóng enn aðra þjóð
í ráði hafði randa viðr
ræsi að kljúfa í herðar niðr.
54.
Hellsti mikil er heimska þín
halrinn anzar bróður sín
kærlega veitir kóngrinn þér
og kveztu villdu drepa hann hér.
55.
Hugboð mitt er hitt kvað Án
að hilmir gjöri oss yndis rán
vera mun engi vópnum klæddr
verri maðr í Nóregi fæddr.
56.
Vórið leið enn vísir kveðr
virða þings og talaði meðr
vórir faðir sem viti þér dauðr
valldið hefir oss dæmst og auðr.
57.
Fyrðar taki nú Fjölnis glæðr
finna ætla eg mína bræðr
og semja við þá fastan frið
fagnar þessu kóngsins lið.
58.
Lofðung býr úr landi ferð
lituðu hjálma skjölld og sverð
ægis dýr og ýta fljótt
Án og Þórir töluðu hljótt.
59.
Nú vill báðum bræðrum sín
buðlung vinna dauða pín
þá hefir Ingjalld eðli sitt
hann ætlar vónt enn mælir blítt.
60.
Gjörizt þú eigi genginn að
geta til kóngs eð Þórir kvað
oprtast þess er illa berr
Án kvað hann mundu prófast verr.
61.
Virðar bera fyrir vísis heiðr
vín og mungát út á skeiðr
efaðizt fast við andar seim
Án hvórt skylldi fara með þeim.
62.
Það mun kóngi þikkja betr
þá eg hans borð í allan vetr
hann mun rjóða á seggjum sverð
ef sitr eg ei hjá þessi ferð.
63.
Ræða frá eg só randa bör
ráðaz skáleg í þessa för
það mun öllum ýtum best
uppi lengst og gegna vest.
64.
Norðan allt úr Naumudal
niflung helt með kappa val
suðr í landið sóktu fley
sigldu að einni breiðri ey.
65.
Þar lét reisa hilmir hátt
hafnar mark við æginn brátt
nú skal endir óska víns
annan tíma fræðis míns.