Guðrún Indriðadóttir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðrún Indriðadóttir

Fyrsta ljóðlína:Hve sannsögull leikur er líf okkar sjálft
bls.81
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1919
Kveðja frá „Helga magra“
1.
Hver sannsögull leikur er líf okkar sjálft,
sem lætur oss skilja það betur,
sem yndis- og sorg-djúpið heilt jafnt sem hálft
víð hug vorri í nátengsli setur,
sem sýnir oss drauminn, er dagurinn sá,
og drauminn, sem koldimma framtíðin á.
2.
Hver leikari sannur er lærisveinn trúr,
sem listina meistarans krýnir,
sem leysir hvert hugtakið lesrúnum úr
og lifandi bókstaf hvern sýnir,
sem blossandi löngun og þungdjúpa þrá
í þjóðanna fylgsnum oss kennir að sjá.
3.
Og, Guðrún, þar áttu þér öndvegi glæst
á íslenskum vorgróðurs-löndum.
Nú er ekki svefnhöllin lengur sú læst,
er listina geymi í böndum.
Og snildin fær sigur, en heimskan flýr hljóð
frá hækkandi gróðri og vakandi þjóð.
4.
Og koman þín var okkur Vestmönnum kær,
sem velkjumst með álfum og tröllum.
Hvert svipbrigði þitt var sem sverðglampi skær
og sólskin um vordag á fjöllum. —
Hver leikur „hér þyrfti að laga“ oss með písl
og láta oss brenna og frjósa á víxl.
5.
Nú flyturðu’ á vori með fuglunum þeim,
sem fjallanna’ í blámóðu leita.
Og þökk vor þjer fylgir hin hlýjasta heim
um hafið til ættjarðarsveita.
Þar á hún best heima, vor íslenska list
Þar öðlast hún gildi sitt síðast og fyrst.