Uppbyrjunin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Uppbyrjunin

Fyrsta ljóðlína:Drengur nokkur átta ára
bls.333
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1783

Skýringar

„Eptir Ljóðmælum séra Jóns, prentuðum í Hrappsey 1783, bls. 100.“
1.
Drengur nokkur átta ára,
alinn af blóði fiskimanns,,
lyst til fékk og löngun sára
leið að kanna geddu ranns;
að vaða pytti vatns óklára
var því iðja daglig hans.
2.
Hvað er það sem börn ei bralla?
bjó hann til úr sefi knör.
Faðir hans, sem ævi alla
alið hafði í sævar-för,
skipherra efni kund nam kalla;
kappanum hældi menja bör.
3.
Dramb í huga drengs það vekur,
dirfist hann við föðurs orð,
móður sinnar trog því tekur,
tjáist vilja kveðja storð,
fram á tjörn því óðum ekur,
ætlar strax að fara um borð.
4.
„Herra skips nú orðinn er eg,“
ungur drengur sagði þá,
„út í Kína fús því fer eg,“
– faðir hans hafði minnst þar á. –
Hann kom að og sagði: „sver eg,
svoddan breytni hrósa má!
5.
Huggast eg af högum þínum,
hjartað lífgar gleði sú:
fótsporum að fylgja mínu,
fallega hefir byrjað nú,
haldir þú fram hætti fínum
höfuð-bátsmaður verður þú.“
6.
Fílfskum dreng sú fýsn óholla
fjölgan ára þróast við;
tré, upp reist í trígil-bolla,
traf á hengdi dálítið,
akker lét þar tvö við tolla,
tjarnar siglir út á mið.
7.
Bylur kom að feigðar fleyi;
faðirinn horfði sitt á jóð.
Maðsfos sökk á miðjum vegi,
mælti þá og rak upp hljóð:
„Föður míns hrós, en hrísið eigi,
hratt mér nú á dauðans slóð.“