Annan sunnudag í föstu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 24

Annan sunnudag í föstu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Af Sídons landeign gekk Jesús út
bls.28–29
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Evangelíum Matt. xv (21-28)
Með tón: Guð miskunni nú öllum oss
1.
Af Sídons landeign gekk Jesús út
eitt sinn með lærisveinum.
Heiðin kona þar kom með sút,
kalli og sorgarkveinum:
Drottinn Jesús, þú Davíðs son,
dóttir lækna þú mína;
af ári djöfuls kvelst illa hún
of mjög í þetta sinni;
þagði hann þá við henni.
2.
Lærisveinarnir sögðu svá:
sýndu líkn, kæri herra.
Eftir oss kallar hún meira en mál,
mætti neyð hennar þverra.
Jesús svarar: Eg sendur er
til sauða Ísraels jarðar,
leiða aftur það frá villt fyrr,
flokk þann ef nökkuð skarðar,
um hana mig varla varðar.
3.
Konan gekk fram og féll á kné,
full af trega, og sagði:
Herra lát þína líkn í té,
lina mér snart að bragði.
Jesús sagði: Það sómir ei
svipta frá börnum brauði
og svo fyr hunda sælda því
sárar skáru því nauðir
hana svo hægri mun dauði.
4.
Satt er það herra, sagði hún þá,
svarar með ljúfu orði:
Hvölpa sjáum þó herrum hjá
henda sér mola af borði.
Jesús komst þá svo orði að:
Ó, þú frábæra kvinna,
mikil er trú þín, merki eg það,
má hún því gjörvallt vinna,
skaltu minn fögnuð finna.
5.
Verði þér svo sem að vildir þú,
við hana Jesús mælir,
hvörjir sem þiggja þessa trú,
þeir eru allir sælir.
Hennar dóttir þá heilsusterk
hittist á samri stundu.
Minnast skyldi það mildiverk
mest þeir í hjartans grundu
hugraunir mæða mundu.
6.
Þýði Jesús, þín þögn og bið
þreyti ei hug minn veika,
þinnar hjálpar nú þarf eg við,
þolgæðið mitt vill skeika.
Óverðugleika veit eg minn
að vera við borðið barna.
Í náðarmolann mig þyrstir þinn,
þess muntu ei mér varna;
hann vil eg hreppa gjarna.
Vísan
1.
Kanversk konan það reynir,
Kristur þagði með fyrsta;
síðan svar þó að greiði
samt er svar örvænt henni;
þriðja sinn harðast hljóði,
hundtíkum samlíkir;
styrk trú gjörir stórmerki,
stríð vann, lof ber síðan.
2.
Í raunum þó vér reynunst
reyna margir fár einar.
Ein er bót að vér látum
aldrei trúna staldra.
Staldran þá veika vildi
vinum svo hvörjum sinni;
sinnis glaður með góðu
Guðs heiti stríð þreytum.