Bænarvers um Guðs vernd og varðveislu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænarvers um Guðs vernd og varðveislu

Fyrsta ljóðlína:Náðugasti græðarinn góði
bls.F11r
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt AbAbCCdd
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Tón: Heyr þú Jesú, læknir lýða, etc.
1.
Náðugasti græðarinn góði,
Guð hæðanna, drottinn minn,
kveina eg sárt af krönkum móði
kramins hjarta í hvört eitt sinn.
Hollri vernd og hlífð oss sönnum
hefur þú lofað kristnum mönnum.
Uppá sömu orð og trú
önd mín mænir til þín nú.
2.
Hjálpa mér úr hættum öllum
heims og djöfuls vélum frá,
drepsóttum og sjúkdóm svellum,
svo ei megi til mín ná.
Fyrir ótta og fári verndan vísa
viljir jafnan mér auglýsa.
Um daga og nætur leynt sem ljóst
lina þú allra óvina þjóst.
3.
Uppá hvörja helst þeir stunda
hart að leggjast síðu mér,
við þeim öllum virðstu hrinda
vel svo mætti eg finna hér
þína guðdóms hjástoð hæsta
en háleitt lof af megni stærsta
í andanum færa alltíð þér
eins sem Guði og föður ber.
4.
Elsku Guð á himnum hýri,
hjartans faðir! eg flý til þín
með óttablendni ástar nýrri
alleina í minni pín.
Blíðlega frelsa barnkind þína
sem ber fram fyrir þig ánauð sína,
ólukkunni vend í frá,
ei lát glötun grimma slá.
5.
Geyma lát mig gleðinnar anda
góðir englar í allri pín,
athöfn mína svo vel megi vanda
við og haldist nauðþurft fín,
þeir verndi mig fyrir skömmum, skaða,
skæðri hrösun, villu og voða
svo allir mínir óvinir
undirtroðnir verði hér.
6.
Stóra, smáa, meiri, minni
myndaða anda illa og menn,
hulda, ódulda í hendi þinni
hefur þú gæskan ein og þrenn.
Lát ei óþjóð lymsku lista
líf né sálu sundur *nísta.
Veldis dýra valdið þitt
veri skjól og athvarf mitt.
7.
Alls megtugasti hæstu hæða,
herrans Jesú, faðir kær,
bljúga virðstu barnkind græða,
blessuðum anda fyll og nær
að eg mætti af heilu hjarta
halda um þig með elsku bjarta
og láta eigi lausan þig,
lausnarinn! fyrr en blessar mig.
8.
Hjálpa og upplýs, sólar sala
sælu hirðir! barnsgeð mitt
svo rétt eg viti við þig tala
og verðugt þekkja nafnið þitt.
Bænheyr andvarp, kveinan, kvíða,
kvakið minnar sálu stríða.
Stattu hjá mér í stórri neyð,
styð á sanna lífsins leið.
9.
Með fögnuði mig frelsa hreinum
og færðu dýrðar heim til þín
heims frá öllum hryggðar meinum,
hjartans er sú óskin mín.
Unn mér lífs eilífs uppsetta
á hitta vel takmark rétta
til sáluhjálpar frelsis sem fyrst
fara fyrir Jesúm Krist.


Athugagreinar

Sjá einnig: Einar Sigurðsson í Eydölum: Ljóðmæli, bls. 8.