Jóhönnuraunir 7 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 7

Jóhönnuraunir 7

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Dvína tekur dvergalið
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1775
1.
Dvína tekur dvergalið
duggu *ans að fleyta,
óbreytt skal því aftan við
Endakleppur heita.
2.
Von er að stirðni tungutregt
talið kvæða-baldri,
til nokkurs varla nýtilegt
nú á sextugs aldri.
3.
Undra þetta mætti menn
mærðar ef lögur sætur
hreinn uppsprytti Herjans enn
hér við jökla-rætur.
4.
Þó nú þorni veg um vinds
Viðris lögur bráður
sprottið hafa upp brunnar Blinds
Borgar í firði áður.
5.
Ennþá menjar eftir hér
eru af kvæða-hlýrum;
einna helst sá hróðurinn ber
haukur skálda' á Mýrum.
6.
Fleiri snillings finna má
fræga bragar-smiði
sem allvel Gyllings út á lá
ýta dverga liði.
7.
Gríms þó sölu vits á veg
veiti þeir um stundir
þeirra tölu aldrei eg
innskrifaður mundi.

* * *

8.
Lét eg stirðan ljóða hreim
latur fyrri bíða
sem riddarinn kom horskur heim
hrings með gefni fríða.
9.
Í kaupstaðnum heima hann
hylst og spyr af láði,
dægur nokkur drjúgum vann
dvelja' af settu ráði.
10.
Kaupir blóma-klæði nú
kyrtla lín er bæri,
sem áttu' að sóma auðar brú
öðlings jóð því væri.
11.
Einhvern dag sem öðling lands
ör í hrotta-sköllum,
með dýrðarhag í drengjakrans
drakk í sinni höllu.
12.
Heim að ranni hélt mannval
hugurinn svo sem beiddi.
Jóhannes í siklings sal
sína móður leiddi.
13.
Algróinn með ástarham
öðlings þar fyri borðum
kveðju býður góðum gram,
gjörir svo mæla orðum:
14.
Þér ef, hari! þekkið ei
þessa hringa grundu,
örðugari Óms á mey
eftirleitir mundu.
15.
Hilmir gegndi og hann spyr að —
hugarins glaðna tóttir —
er Jóhanna ein mín það
ástkærasta dóttir?
16.
Í því rósin Rínar eims
ræsir kraup til fóta;
buðlung skipar börvun seims
borðunum strax að róta.
17.
Úr hásæti horskur sté
hilmir sár-fagnandi,
á fætur aftur fljóð reiste
faðminn útbreiðandi.
18.
Ef, Jóhanna! ertú það
ástar með fögnuði?
blíð þá vertu brátt í stað,
blessuð komdu' af guði!
19.
Hilmir lætur hauka fjöll
hringa lindi styðja,
en ljóma-mundir lauka þöll
lagði' um gylfa miðjan.
20.
Ræsir kyssti refla lín,
rénuðu hryggðar gnóttir.
Ó, minn faðir! eg er þín
afturkomin dóttir.
21.
Lofa skal eg lausnarann
lífs meðan æðar stoða
fyrst mér unnti aftur hann
andlit þitt að skoða.
22.
Allar stundir angurs mér,
öðling segir, dvína,
fyrst úr hættri helju hér
heimti' eg dóttur mína.
23.
Allir stóðu upp í senn,
yngs í leynum tanna,
forundrandi fylkirsmenn
fagna náðu svanna.
24.
Fólknárungur frúna tók
fagra hátt í sæti,
yndis-ræðu ástar jók
með allrahanda mæti.
25.
Riddarinn fagri frúnni hjá
frægur settist niður,
sínum ferðum segja frá
sikling þegninn biður.
26.
Hristir álma mála-met
mundangs reisti frétta,
Dofra-sálma lundur lét
lofðung heyra þetta.
27.
Þegar malað mála-kvörn
máltíð sagða hafði,
hilmir Ægirs elda norn
aftur skjalsins krafði.
28.
Seg oss reisu rauna ráðs,
ristill svara mildi.
Lofnin segir linna láðs
lofðung ráða skyldi.
29.
Allt hið sanna sagði frú
sikling eins og krafði,
svo og líka sóma nú
soninn fundið hafði.
30.
Kóngurinn ekki kunni þá
kærleiks tárum halda,
fljótt upp stendur fylkir sá
og faðmaði reynir skjalda.
31.
Fríðleiksmynd og frægðar von
furðar mig nú eigi,
fyrst dýrrar minnar dótturson
darra ertu sveigir.
32.
Forvitni er oss – fylkir kvað –
föður-slektið þekkja.
Gjörla má eg gjöra það,
gulls tér fögur brekka.
33.
Fái sá grið og Fylkirs náð
freyrinn tryggða-vandi,
hilmirs er það hæsta ráð,
herrann Alexander.
34.
Ræsir veldur raddar klið,
reynir kallar spanga:
Alexander! viltu við
verkinu þessu ganga?
35.
Hlýðuglega hjálma grér,
halurinn Alexander,
að fótum fleygði sjóla sér
sökina meðkennandi.
36.
Stillir segir: Stattu' upp nú
studdur frómleiks dáðum;
Jóhanness skalt eiga þú
undir dómi' og náðum.
37.
Ræsir tér við riddarann:
Ræð fram dóminn bera.
Settur aftur svara kann:
Síst má eg það gera.
38.
Yðar náð eg um það bið:
ei lát miskunn þverra,
föður mínum gefið grið,
guðs fyrir sakir, herra!
39.
Ályktan er einnig mín,
með yðar vilja og ráðum:
Fastni' hann rjóða falda lín,
falli þeim vel það báðum.
40.
Svo má vera! – sikling tér —
svoddan dóms atkvæði
ályktað er og af mér,
ef þau vilja bæði.
41.
ylur glæðir ástarham
á allra bestu vega,
þetta bæði þau nú gram
þakka auðmjúklega.
42.
Til er búist brúðkaups þar,
boðið höfðingjönum;
af því sterka, varma var
vínþefur á grönum.
43.
Alexander ótt í stað
orms og sanda skorða,
saman vígðust – svo fór það.
En sikling tók til orða:
44.
Alexander herra hér
hertoga gef eg ríki.
En fyrir það að fátæker
forgefins ei sníki:
45.
Tunna gullsins tæmast skal
til volaðra þjóða;
þess skal njóta það manntal
að þorns er fundin tróða.
46.
Heiðurs leið svo hófið af,
hornin tæmdust vínum;
dögling tærði Dofra skraf
drengjunum öllum sínum.
47.
Unntust síðan æru-hjón
eins og von til stendur,
af æru láns og frægð um frón
fylltust báðar hendur.
48.
Riddarinn dáða dögling hjá
dýrsta var í gengi,
einn nam ráða ungur þá
öllu siklings mengi.
49.
Yfrið þægur allra þar
ástum safnar hraður,
forsjáll, sterkur, vitur var
vísirs son kallaður.
50.
Fósturföður senn þá sinn
sótti og móðir hýra
og þeim tærði aðgætinn
eldinn lagar dýra.
51.
Aldrei þurftu þau úr því
þungri fátækt kvíða,
eins kastala inntekt frí
átti þeim til hlýða.
52.
Ára-þunginn góðan gram
gjörði frekt að beygja;
einhvern tíma nýtur nam
niflung þetta segja:
53.
Ellin móða eftir sig
einatt dauðan leiðir,
eins hún fara mun með mig,
mitt því fólk eg beiði:
54.
Að sér láti þóknast það,
þá ráðstöfun mína:
Jóhannes í Jöfurs stað
játa' og láta krýna.
55.
Þessu játtu senn með sann
seggir linna bóla,
engan kváðust heldur hann
hafa vilja sjóla.
56.
Í höfðingjanna viðurvist
vísir æru-metti
uppá fagran klæða-kvist
kórónuna setti.
57.
Sýnast mun það sanntalað:
sæmd má aldrei skerða
þá sem tekur auðnan að
og hún sér þess verða.
58.
Ellimóðum vísir víst
Vilhjálm sótt að þrengdi,
hans og góða helið gnýst,
hjartað um síðir sprengdi.
59.
Einvaldandi yfir láð
eftir var hinn fríði;
en Alexander æðsta ráð
öðlings þar með prýði.
60.
Enn hyggst Viðris valur að
víðar flugið brýna
Akvisgran, sem stórum stað,
stýrði Karólína.
61.
Þjassa-róma þóttist smáð
þöll af lundi skjalda,
að hann eftir einvíg háð
ei fann lindi spjalda.
62.
Fremst þó sæi frækleikans
framda' í skilmingunni,
nafnið loflegt listamanns
ljóst ei þekkja kunni.
63.
Firrtum eyðir fljóða val
fram þegar líða stundir,
spurnum hélt um horskan hal
hver sá vera mundi?
64.
Fékk um síðir foldin gulls
fréttað allt hið sanna,
en það nægði ei til fulls,
ástin brenndi svanna.
65.
Alvarleg af ástar byr
áfram knúin drósa
undi heima ekki kyr
Ægis ljóma rósa.
66.
Með föruneyti fögru þar,
fé og gripi dýra
á leiðir snýr til Lisbónar
liljan frænings mýra.
67.
Þegar gramur fregna fær
fljóðs um komu þangað
í mesta heiðri milding skær
meðtók lindi spanga.
68.
Ungan þá hún öðling leit
og hans ljósu hvarma
alvarlega ástin heit
inntók hjartað varma.
69.
(Hvort gefið hefir gullhlaðs strönd
göfugum örva-hnekki
leppa eður leggjabönd
ljóslega man eg ekki.)
70.
Tóku með sér tal um stund
tiggi og liljan blóma,
virtist honum veiga hrund
vitur og hlaðin sóma.
71.
Upp við hana bónorð bein
bar með sóma hætti,
aftök hafði' hún ekki nein
að það takast mætti.
72.
Lengir ekki letrið það,
lilju festi' hann banda,
með skarti og sóma skjótt í stað
og skemmtun allra handa.
73.
Skorta lýði skal þar síst
skálar þæga dropa,
þar mun hafa verið víst
vænt að fá sér sopa.
74.
Haukaklettum hilmirs úr
hrundi grjótið linna,
Gefnar tára gróðrar skúr
gjörði margur finna.
75.
Yndis sóma æru með
unntust landstjórnendur,
allt til dauða ráða réð
ríki milding kenndur.
76.
Af öllum tærðist elskunnar
yndis hjónum fengur,
þess vinsælli vísir var
víst sem lifði lengur.

* * *
77. Svo gef eg nú söguna kvitt
sveittur og kvæða-móður;
ævintýrið er nú þitt
orðið, lesari góður!
78.
Öldin beiðist mæt og merk
mín ef ljóðin sæi,
þetta einnar vikuverk
vorkenni og lagi.
79.
Bangað hef eg efnið allt,
að því máttu hlera,
þá mér úti þótti kalt
og þoldi ei neitt að gera.
80.
Býð eg ekki bögur mín
bragarsmiðunum fínum
heldur sendi' eg Vignirs vín
vinkonunum mínum.
81.
Hann sem fékk hér Viðris veitt
vínið mælsku-ringa,
sá ber nafnið gamla greitt
goðans Þórsnesinga.
82.
Mæðan þver sem margir sjá
mótgangs þakin kaunum,
eins þar verður endir á
og Jóhönnuraunum.
83.
Greiði smiður himna há
hryggðar niðinn manna,
leiði yður síðan sá
svo till friðar-ranna.



Athugagreinar

ans] ands 3. útg.