Sigurður Jónsson prestur á Hrafnseyri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurður Jónsson prestur á Hrafnseyri 1777–1855

EIN LAUSAVÍSA
Sigurður var fæddur 2. janúar 1777 á Snæfjöllum, sonur séra Jóns Sigurðssonar á Hafnseyri og fyrstu konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur. Hann varð stúdent úr Reykjavíkurskóla eldra 1796. Síðan dvaldi hann hjá foreldrum sínum á Hrafnseyri uns hann vígðist aðstoðarprestur föður síns 1802 og fékk Hrafnseyri 1821 og var prestur þar til 1851 og fluttist þá ásamt konu sinni, Þórdísi Jónsdóttur, að Steinanesi þar sem Margrét dóttir þeirra bjó. Þar dó hann 31. október 1855 og Þórdís sjö árum síðar, 22. júlí 1862. Börn þeirra hjóna voru Jón (f. 17. júní 1811), síðar skjalavörður, alþingismaður og helsti baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslendinga, Jens rektor við Lærðaskólann og Margrét húsfreyja á Steinanesi.

Sigurður Jónsson prestur á Hrafnseyri höfundur

Lausavísa
Guð hefur þig til gamans mér