Ferskeytt – framhent (mishent) og frumtáskeytt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – framhent (mishent) og frumtáskeytt

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1A,1B;1C,1D,3C,3D;2A,2B;3A,3B;4A,4B
Bragmynd:
Lýsing: Í þessum hætti mynda fyrsta og önnur kveða hverrar línu aðalhendingar langsetis og þriðja og fjórða kveða (endarímsliðurinn) frumlínanna mynda aðalhendingar bæði langsetis og þversetis.
Elsta dæmi um þennan hátt er úr Reinaldsrímum, sem vera munu frá síðari hluta 15. aldar, en tólfta og síðasta ríman er ort undir hættinum.

Dæmi

Fjölnis öls hið forna korn
fann eg svanna skýra,
þýðri býð eg þorna norn
þátt og háttinn dýra.
Reinaldsrímur XII:1

Lausavísur undir hættinum