Ferskeytt – víxlhent (frumhendingalag) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – víxlhent (frumhendingalag)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – víxlhent (frumhendingalag) er eins og ferskeytt óbreytt, auk þess sem innrím, aðalhendingar, er þversetis í annarri kveðu hverrar línu. Ríma þær á víxl þannig að önnur kveða fyrstu línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu þriðju línu og önnur kveða annarrar línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu fjórðu línu.
Hátturinn er kominn fram fyrir 1600, til dæmis í Pontusrímum hjá Magnúsi prúða (um 1525–1591). Þá ortu bæði Björn Jónsson á Skarðsá (1574–1655) og Hallgrímur Pétursson (1614–1674) undir honum.

Dæmi

Vinskap mildan fyrir fann,
fagnar gæðum bestu.
Líta vildi þegninn þann
þar sem ræður mestu.
Sveinbjörn Beinteinsson: Háttatal, bls. 6 (31. vísa)

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum