Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt OaOaoa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt OaOaoa

Kennistrengur: 6l:o-x[x]:3,3,4,4,4,3:OaOaoa
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er smíð Tómasar Guðmundssonar og er Ég kom og kastaði rósum eini fulltrúi hans. Hátturinn er óreglulegur; stundum eru forliðir í línu og tví- og þríliðir skiptast á.

Dæmi

Ég kom og kastaði rósum
í kvöld inn um gluggann þinn.
Ég hafði áður við angan þeirra
ort til þín fegursta sönginn minn,
og leitt þig sem drottningu er dagur leið
í draums míns helgidóm inn.
Tómas Guðmundsson: Ég kom og kastaði rósum, 1. erindi