| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Lýði með þessu læt ég heyra

Bls.Handr Jónasar Jónssonar Sigluvík


Tildrög

Lýsing á sjómanni úr Ölveri
Lýði með þessu læt ég heyra
lýsing á Páli syni Jóns.
Úr Ölvesi hlaupinn hristir geira
hingað um grýtta stigi fróns.
Í Skógtjörn róa á sér kaus
í þrjár vertíðir pajða laus.

Vart á hæð ungur meðal maður
meður grön sprottna lítið hann.
Réttu með nefi rauðskeggjaður
rekkinn má segja gráeygðan.
Jarpur á hár með jafna kinn.
Já, svona út lítur maðurinn.