| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Klaga tjónið muni má
mitt er lyndið hressti.
Er Brúnskjómi fallinn frá
fíllinn reiðar besti.

Velskapaða skepnan traust
skal í vara minni.
Fold sporaði hann í haust
hinsta á ævi sinni.

Þessi mönnum þénti vel
þrátt að viti fremur.
Fírugt tönnum muldi mél
mikið farartamur.

Reiðar funa kveikti kóf
keðjust víða glennti.
Svörð Fjörgynjar hrauf með hóf
hvergi bíða nennti.

Hriflaði stræti hófa rót
hans af ferð öflugu.
Tryggðum fæti gnúði grjót.
Gneistar undan flugu.

Fannir rauf við geysi geð.
Gaddur sprakk með honum.
Loftið klauf af megni með
manni og reiðtygjunum.

Heppinn ætíð mátti mjög
metast söðlamaður.
Kringdum fæti lysti lög.
Lék á sundi hraður.

Hvar um grundir falla flóð
fákur hentugasti.
Stæltur undir stöðugt vóð
straums í iðukasti.

Aldrei hvar á sterkum stans
straumar fall svo hruðu
brjóstum þar á hörðu hans
hvítfyssandi suðu.

Svo var snillin eins og ör
yfir holt og mýri.
Mátti ei villast móðugt fjör
mýktu beisladýri.

Fékk ei vætta viðnám þó
vont er dampa neytir.
Kenna mátti jafnan jó
Jötunsheima þveitir.

Lyndi þrungið léttfetans
lúðu hvatar tjóni.
Erfi sungið hljómi hans
hríms og klaka fróni.