| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Gísli Konráðsson hafði ráðið til sín vinnukonu, sem oftar. Átti hún meðal annars að gæta barna. Ekki féll Gísla við konuna og var hún ekki nema árið hjá honum. Þegar hún vék úr vistinni ritaði Gísli handa henni vitnisburð sem þá var siður. Hafði Gísli vitnisburðinn í ljóðum og er það eftirfarandi stafhendur. (Samstæð vísa er ?Barnfóstri hennar flest að finn.?)

Skýringar

Ánægð í burtu Elín fer,
ánægður líka því ég er.
Árið næstliðið hér við hékk.
Hörslulega til stundum gekk.