| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Kveð ég ljóðin kát og hress

Bls.146


Tildrög

„Það var í Flatatungu, frekar en annars staðar í Akrahreppi, að Lilja þandi rokk í baðstofu og kvað vísur hárri raust sér til upplyftingar. Húsbóndinn snupraði hana fyrir „þetta helvítis söngl alla tíma“, en hún kastaði fram svari sem síðan flaug víða:“
Kveð ég ljóðin kát og hress,
kvíði ei hnjóði í orðum,
fyrst að góður guð til þess
gaf mér hljóðin forðum.