| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Skyldi hækka hagur manns?
Hverfa verstu nauðir.
Andskotinn og árar hans
eru sagðir dauðir.

Helvítis er harmur stór.
Hríðar inn um skjáinn.
Húsfreyjan á húsgang fór.
En hún er ekki dáin.

Örlitla sem einhver gaf.
Örbyrgð til að þoka.
Sprengju kjarna osti af
á hún sneið í poka.

Ekkjustands í arkar móð.
Öll er von ei falin.
Kerlingin er kjarna fljóð.
Kannske hún giftist Stalín.

Öllum verður armóð þá
afturfyrir skotið.
Starfi engu stendur á.
Stalín erfir kotið.

Vakna skrækir Víti í.
Varpar ryk úr glóðum,
ef hann sækir eld á ný
og í kveikir hlóðum.