| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Grænlandsvísur.
Klökug náttin hvelfir heið.
Hvolfið blátt á norðurleið.
Glymur hátt við heljarseyð
hófaslátt af álfareið.

Stjörnuverkið starir rótt.
Stormsins kverkar lokast hljótt.
Draums í serkjum sefur drótt.
Sigurmerkjum veifar nótt.

Sjónarhólnum hæðstu frá.
Horfin sól í djúpin blá.
Stýrir njóla stjörnu sjá.
Stjarna pólinn bendir á.

Þráin beitir byrjar naum.
Báru skeytir ekki glaum.
Líf við þreytir þungan straum
þrátt í leit að vinum draum.

Öldur þegja út við sand.
Er í vegi leiðargrand.
Hugur teygja girnist grand
gista Eiríks rauða land.

Jökuls faldið ógnar ís.
Upp úr kalda hafi rís.
Dauðra vald sem geigum gýs
gegnum aldir, blóð svo frýs.

Þróttar slynga þjóðin snjöll
þeysti hingað yfir Gjöll.
Jörð umhringa hrika tröll
hafgirðinga slysa föll.

Reystu á karfa reiðastaf.
Rekkar djarfir leiði gaf.
Bógur svarfast öldum af
allt um Hvarf í vesturhaf.

Opnast fjörður, yngist lund.
Ylmar jörð um sumarstund.
Þökk var gjörð á goðafund.
Greiddust örðug leiðarstund.

Reistu bú í "e;brattahlíð"e;.
Breytist trú og margt ó síð.
Burt réð snúa búskaps tíð.
Björgun flúin dæmdum lýð.

Menning steypist, minnkar glóð.
Moldin sveipar arin hlóð.
Hráskinns keipum hels af lóð.
Hafs úr greipum siglir þjóð.

Málið glatað menning heið.
Manna hvatast annað skeið.
Lífs til matar skorið skeið.
Skætings hratar þjóð af leið.

Enginn veit með vissu þó.
Vel hann leiti um fyrnsku sjó.
Hvaða eitri yfir sló
aldna sveit uns kynið dó.

Áfram strokast aldna flóð.
Öldin dokar sagna fróð.
Svört og hokin holu þjóð?
Hlaut hún lok á sömu slóð?

Þrúðgast vandi, þrýtur móð.
Þarna strandar saga fróð.
Hvarf ´in aldna Íslands þjóð
út í bland við dvergaslóð?

Enn þá spryngur alda byrst.
Ís í kringum land fær gist.
Glæðist lyngs við gróna "e;vist"e;
Grænlendingsins veiði list.

Það sem árum ættum hvarf.
Enginn stórum gráta þarf.
Þjóðin mórauð dags við djarf.
Danskann glóir föðurarf.

Verra hnjóð og visku spjöll
væri Óðins kónga höll.
Landið góða og okkur öll
ef að þjóða gleyptu tröll.

Herðum róður hvert sem ber
Heilög móður tungan er.
Málið góða göfgið þér.
Glatast þjóð ef bregðumst vér.

Marar bláa seyðir sog.
Sólar gljáir öldur log.
Ýta fáein áratog
yfir sjá, úr Kimbavog.

Árum tveim um eyja gjörð
oft því dreymir betri jörð.
Ílla gleymast örlög hörð.
Ýtumst heim í Vígrafjörð.

Þankinn kannar þráleitinn.
Það sem bannar heimurinn.
Þetta sannar þessi og hinn.
Þar er annar fóturinn.