| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Bóndi nokkur hafði þann sið að hýða dreng nokkurn er hjá honum var í fjósi fyrir hvað litla yfirsjón sem var. Þegar drengur var upp vaxinn og farinn frá bónda orti hann brag um veru sína og tók frægan mann í hverri vísu til samanburðar við bónda.
Karla-Magnús keisari dýr
kenndi trúna hreina.
Aldrei þó fyrir aftan kýr
orustu háði neina.

Þórður hreða þegna vó.
Þessi bjó að Ósi.
Aldrei breytti bóndinn svó
hann berði menn í fjósi.