| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Um Jón Sigurðsson á 17. júní 1907
Þú komst á tímum myrkravalds og voðans
og varðir, sóttir helgan þjóðarrétt.
Þú faðir Íslands frelsins morgunroðans
sem fylkir allra hugum saman þétt.

Svo þétt og fast að féllust öllum hendur
sem frelsi voru búið hugðu tjón.
Þú komst sem andi af sjálfum guði sendur
til sigurs þínu föðurlandi Jón.