| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Þegar ég mína fátækt finn
og finnst ég nærri dauður
fagra lífsins faðmur þinn
er fátæklingsins auður.

Blessuð ríka móðir mín
minni fátækt vertu
auðurinn sem aldrei dvín
og eldi hug minn snertu.

Taktu burt mitt tunguhaft.
Tómið í sjóði mínum.
Leyf mér að teiga ljúfan kraft
og líf úr brjóstum þínum.

Lát mig skynja einhvern óm
og yl úr klakans spori.
Og á veg minn blíðust blóm
breiddu á hverju vori.