| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Um þig vinur hafðu hægt.
Heimurinn mun þér sanna
að ekki færðu burtu bægt
bikar forlaganna.

Þótt vínið sem þar við þér skín
valdi þungum ekka.
Og það sé aðeins þrautarvín.
Þú mátt til að drekka.

Mundu líka og lifðu á því
lækki gleðisólin
að aldrei fýkur fögur í
forlaganna skjólin.

Og ef forlög ætla þér
óhultum að standa
að þá mun ekki heilum her
heppnast þér að granda.

Sókn þín ætla ég undanhald
allt sem var til tafar
leiðir æðra vit og vald
vöggu frá til grafar.

Því að aftra er engum fært
og þess skyldi ei freista.
Ég hef fyrir löngu lært
lögmálinu að treysta.